Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2018 19:56 Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46