Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2018 19:56 Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag og verðandi móðir hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Yfirljósmóðir segir ástandið ekki ganga til lengdar. Ljósmæður samþykktu í dag með miklum meirihluta verkfallsaðgerðir sem fela í sér yfirvinnubann. Rúmlega 70 prósent félagsmanna greiddu atkvæði og 90 prósent samþykktu aðgerðirnar. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir aðgerðirnar hafa mikil áhrif enda sinni þær oft yfirvinnu til að fylgja fæðingum eftir. „Þetta mun auðvitað hafa mjög mikil áhrif og sér í lagi af því það er orðið svo mikið undirmannað og allir kaffitímar ljósmæðra eru til dæmis í yfirvinnu.“Þannig að það væri ekki hægt að kalla út ljósmæður þegar það er undirmannað? „Ekki með stuttum fyrirvara nei,“ segir Katrín Sif.„Nú er ég bara hætt“ Tólf ljósmæður hættu störfum á Landspítalanum í dag vegna kjaradeilunnar sem flestar þeirra starfa á sængurlegudeild þar sem aðgerðirnar hafa umtalsverð áhrif. „Nú er ég bara hætt,“ segir María Rebekka Þórisdóttir ljósmóðir. „Fyrsti dagurinn í dag, búin að tæma skápinn og taka kaffibollann. [...] Ef ég á að segja alveg eins og er að þá átti ég aldrei vona á þessum degi. Ég hélt alltaf að það yrði búið að semja. En dagurinn er kominn og hann er svartur. Mér líður ekki vel.“Hefurðu áhyggjur af stöðunni inni á spítalanum? „Guð já, mjög miklar áhyggjur. Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir María Rebekka.Ljósmæður sem hættu störfum í dag skildu eftir skóla sína á tröppum Stjórnarráðshússins fyrr í dag.Vísir/Sunna SæmundsdóttirTinna Árnadóttir segist nú vera gengin 41 viku í dag, það er viku fram yfir settan dag, og segir stöðuna valda mikilli streitu. „Stressuð auðvitað, en aðallega óviss um hvernig allt eigi eftir að ganga. Ég skil ekki hvernig við erum í þessari stöðu.“ Fleiri uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum og samkvæmt neyðaráætlun verður rúmum á sængurlegudeild fækkað um fimm og konur með nýbura verða útskrifaðar í heimaþjónustu beint eftir fæðingu sé þess kostur.Komin í mjög erfiða stöðu Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir hefur áhyggjur af stöðinni. „Strax á morgun erum við komin í mjög erfiða stöðu. Það vantar bara mjög margar ljósmæður á vakt; bæði á morgunvakt, kvöldvakt og næturvaktina líka. Ég bara sé ekki alveg hvernig þetta á að geta gengið. Það bara verður að semja. Það er engin önnur leið til að leysa þetta,“ segir Anna Sigríður.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46