Óli Stefán: Allt liðið var vont í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2018 18:31 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði lið hans hafa verið vont í dag. Vísir/Andri Marínó „Ég held að það sé alveg klárt að þetta var versta frammistaða okkar í sumar. Við vorum vondir á allan hátt, kraftlitlir og náðum varla að klukka góða Eyjamenn. Þetta var mjög vondur dagur í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Eyjamenn hafa yfirleitt spilað með þrjá miðverði í sumar en breyttu í dag yfir í 4-4-2 leikkerfið með fínni pressu sem virtist koma Grindvíkingum pínulítið í opna skjöldu. „Við vorum búnir að tala um að það gæti orðið og þá með tvo framherja eins og þeir gera í hinu kerfinu. Það sem þeir gerðu vel að þegar þeir unnu vel þá keyrðu þeir í svæðið fyrir aftan okkur og við vorum búnir að fara vel í það í vikunni að fara ekki með boltann í svæðin þar sem þeir eru þéttir.“ „En við teiknuðum það svo sannarlega upp fyrir þá í dag og hvað eftir annað fengu þeir boltann á stórhættulegum svæðum og kláruðu þrjú mörk upp úr því,“ bætti Óli Stefán við. Rodrigo Gomes Mateo var í leikbanni í dag og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson meiddur. Það var augljóst að Grindvíkingar söknuðu þeirra á miðsvæðinu. „Það særði jafnvægið í liðinu að annar hvor þeirra var ekki með og svo er Brynjar Ásgeir meiddur líka. Við höfum verið að tala um að hópurinn sé breiðari en í fyrra og þeir sem koma inn eiga að taka við keflinu og spila sig inn í liðið. Það er ekkert við þá að sakast í dag því allt liðið var vont í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
„Ég held að það sé alveg klárt að þetta var versta frammistaða okkar í sumar. Við vorum vondir á allan hátt, kraftlitlir og náðum varla að klukka góða Eyjamenn. Þetta var mjög vondur dagur í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Eyjamenn hafa yfirleitt spilað með þrjá miðverði í sumar en breyttu í dag yfir í 4-4-2 leikkerfið með fínni pressu sem virtist koma Grindvíkingum pínulítið í opna skjöldu. „Við vorum búnir að tala um að það gæti orðið og þá með tvo framherja eins og þeir gera í hinu kerfinu. Það sem þeir gerðu vel að þegar þeir unnu vel þá keyrðu þeir í svæðið fyrir aftan okkur og við vorum búnir að fara vel í það í vikunni að fara ekki með boltann í svæðin þar sem þeir eru þéttir.“ „En við teiknuðum það svo sannarlega upp fyrir þá í dag og hvað eftir annað fengu þeir boltann á stórhættulegum svæðum og kláruðu þrjú mörk upp úr því,“ bætti Óli Stefán við. Rodrigo Gomes Mateo var í leikbanni í dag og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson meiddur. Það var augljóst að Grindvíkingar söknuðu þeirra á miðsvæðinu. „Það særði jafnvægið í liðinu að annar hvor þeirra var ekki með og svo er Brynjar Ásgeir meiddur líka. Við höfum verið að tala um að hópurinn sé breiðari en í fyrra og þeir sem koma inn eiga að taka við keflinu og spila sig inn í liðið. Það er ekkert við þá að sakast í dag því allt liðið var vont í dag,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Grindavík 3-0 | Öruggur sigur Eyjamanna gegn slökum Grindvíkingum ÍBV vann öruggan sigur á Grindavík í Eyjum í dag þegar liðin mættust í 11.umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-0 og lyfta Eyjamenn sér úr fallsæti með sigrinum en Grindvíkingar sitja áfram í 4.sæti. 1. júlí 2018 19:15