Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 13:28 Fáni Mexíkó var á lofti á síðustu stuðningsmannasamkomu frambjóðandans Jose Antonio Meade, en hann þykir ólíklegur til sigurs í dag. Vísir/EPA Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira