Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 13:28 Fáni Mexíkó var á lofti á síðustu stuðningsmannasamkomu frambjóðandans Jose Antonio Meade, en hann þykir ólíklegur til sigurs í dag. Vísir/EPA Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira