Stórbýli sem Katla eyddi grafið upp úr sandinum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2018 22:00 Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur við bæjarrústirnar á Mýrdalssandi. Hér afhjúpast eyðingarmáttur Kötlu, sem sést í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00