Segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á neyðarástandinu sem ríkir á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 12:17 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður kjaranefndar ljósmæðra. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32