Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 07:35 Einar Brynjólfsson er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata. VÍSIR/EYÞÓR Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27