Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 07:35 Einar Brynjólfsson er fyrrverandi þingflokksformaður Pírata. VÍSIR/EYÞÓR Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. Þingflokkur Pírata sniðgekk fundinn í mótmælaskyni vegna þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, sem flutti ávarp á fundinum. Hún er umdeildur stjórnmálamaður og hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum, eins og Vísir greindi frá í gær.Einar segist á Facebook-síðu sinni hafa ráðlagt þingflokksformanni Pírata, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að sniðganga ekki fundinn. Þess í stað teldi hann réttara að Píratar myndu mæta á fundinn þar sem þeir gætu látið Kjærsgaard „fá það óþvegið,“ eins og hann orðar það. Nefnir hann nokkra táknræna gjörninga í því samhengi, eins og að flytja beitta ræðu á dönsku eða yfirgefa hátíðarsvæðið þegar Kjærsgaard tæki til máls. Það hafi þeir hins vegar ekki gert, sem fyrr segir, og segist Einar óttast að fljótt muni fenna í spor mótmælagjörningsins. „Mér er það stórlega til efs að Pia hafi orðið vör við þessa sniðgöngu þingflokks Pírata, enda fór hún fram í kyrrþey. Þetta er svolítið eins og að hata manneskju sem verður ekki vör við það,“ skrifar Einar á Facebook.Sjá einnig: Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Í athugasemd við færslu Einars er honum bent á grein sem birtist í danska miðlinum Politiken í gærkvöldi, þar sem fjallað er um hátíðarþingfundinn og fyrrnefnda sniðgöngu. Sem stendur er þetta eina greinin sem birst hefur í dönskum miðlum af málinu, að frátaldri frétt Avisen sem byggir alfarið á grein Politiken. Kjærsgaard hefur ekki tjáð sig um málið og því ekki vitað með vissu hvort hún hafi tekið eftir fjarveru Pírata. Í samtali við kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að ekki hafi verið um auðvelda ákvörðun að ræða. Það hafi aðeins verið vondir kostir í stöðunni sem rökræddir hafi verið í þaula með grasrót flokksins. Það útskýri hvers vegna Píratar hafi tekið ákvörðun um sniðgönguna jafn seint og raun bar vitni. Legið hefur fyrir frá 20. apríl síðastliðnum að Kjærsgaard myndi ávarpa hátíðarfundinn en tilkynnt var um ákvörðun Pírata í hádeginu í gær - næstum þremur mánuðum eftir að frétt um þátttöku danska þingforsetans birtist á vef Alþingis. Helgi segist ekki sjá á eftir ákvörðun flokksins, þvert á móti hafi hann styrkst í þeirri trú sinni að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Færslu Einars Brynjólfssonar má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Segir afstöðu Pírata vonbrigði Steingrímur sagði það aðallega leiðinlegt fyrir Pírata sjálfa að missa af þessari stund. 18. júlí 2018 23:12
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27