Nasdaq hættir að birta hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25
MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00
Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45