Nasdaq hættir að birta hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25
MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00
Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45