Vistarbönd eða vinarþel? Þórarinn Ævarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar