Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 08:30 Herbergið er ríkulega útbúið. Bláa lónið Nýtt hótel við Bláa lónið, sem ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon, er þungamiðjan í umfjöllun Bloomberg-fréttastofunnar um „leynileg hótelherbergi“ sem finna má víða um heim. Oft sé um að ræða ríkulegustu herbergi hótelanna og því kann mörgum að þykja undarlegt að þessi herbergi séu ekki auglýst á vefsíðum hótelanna eða í öðru kynningarefni - að þau séu í raun falin eða leynileg. Eitt slíkt herbergi er að finna á The Retreat-hótelinu. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.Sjá einnig: Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónurNóttin á herberginu kostar 10.500 dali, rúmlega 1.1 milljón króna, og ekki má bóka það í styttri tíma en tvær nætur. Herbergið er sem fyrr segir ekki sjáanlegt á vefsíðu hótelsins - engar myndir, engin lýsing, ekki neitt. Hvernig getur maður þá bókað herbergið ef það er ekki auglýst? Jú, til að bóka svítuna þarf sérstakt boð frá hótelinu.Þessir gestir kaffihúss Bláa lónsins eru eflaust að tala um eitthvað annað en herbergið, enda er það á fárra vitorði.Vísir/gettyÍ samtali við Bloomberg segir Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, að þetta sé engin tilviljun. Ætlunin sé að herbergið sé hið fullkomna athvarf. Þeir sem vilji komast á hótelið óséðir geti þannig gengið inn um leynilegan inngang og fengið þyrluflutning beint frá Keflavíkurflugvelli. „Enginn þarf nokkurn tímann að komast að því að þú sért þarna,“ segir Már og bætir við að hinir gestir hótelsins sjái ekki einu sinni herbergið. „Ekkert bendir til þess að þú sért þarna.“ Már útilokar ekki að herbergið verði einhvern tímann „opinberað.“ Þangað til vilji Bláa lónið að herbergið sé „falinn demantur.“ Í umfjöllun Bloomberg er rætt við hótelsérfræðing sem segir að sambærileg herbergi þekkist víða um heim. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að þau séu ekki auglýst; til að mynda vilji hótelstjórar oft vernda húsgögn herbergisins - sem séu yfirleitt í dýrari kantinum. Það sé ekki óalgengt að hópar fólks taki sig saman og leigi dýr herbergi fyrir veislur, sem skemmist svo í partýinu. Þar að auki eru minni líkur á því að slík herbergi, sem aðeins fastagestir og aðrir sem hafa fengið boð þekki til, séu afbókuð með stuttum fyrirvara - með tilheyrandi kostnaði fyrir hótelið. Nánar má fræðast um leyniherbergin í frétt Bloomberg. Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um byggingu hótelsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00 Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Nýtt hótel við Bláa lónið, sem ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon, er þungamiðjan í umfjöllun Bloomberg-fréttastofunnar um „leynileg hótelherbergi“ sem finna má víða um heim. Oft sé um að ræða ríkulegustu herbergi hótelanna og því kann mörgum að þykja undarlegt að þessi herbergi séu ekki auglýst á vefsíðum hótelanna eða í öðru kynningarefni - að þau séu í raun falin eða leynileg. Eitt slíkt herbergi er að finna á The Retreat-hótelinu. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.Sjá einnig: Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónurNóttin á herberginu kostar 10.500 dali, rúmlega 1.1 milljón króna, og ekki má bóka það í styttri tíma en tvær nætur. Herbergið er sem fyrr segir ekki sjáanlegt á vefsíðu hótelsins - engar myndir, engin lýsing, ekki neitt. Hvernig getur maður þá bókað herbergið ef það er ekki auglýst? Jú, til að bóka svítuna þarf sérstakt boð frá hótelinu.Þessir gestir kaffihúss Bláa lónsins eru eflaust að tala um eitthvað annað en herbergið, enda er það á fárra vitorði.Vísir/gettyÍ samtali við Bloomberg segir Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, að þetta sé engin tilviljun. Ætlunin sé að herbergið sé hið fullkomna athvarf. Þeir sem vilji komast á hótelið óséðir geti þannig gengið inn um leynilegan inngang og fengið þyrluflutning beint frá Keflavíkurflugvelli. „Enginn þarf nokkurn tímann að komast að því að þú sért þarna,“ segir Már og bætir við að hinir gestir hótelsins sjái ekki einu sinni herbergið. „Ekkert bendir til þess að þú sért þarna.“ Már útilokar ekki að herbergið verði einhvern tímann „opinberað.“ Þangað til vilji Bláa lónið að herbergið sé „falinn demantur.“ Í umfjöllun Bloomberg er rætt við hótelsérfræðing sem segir að sambærileg herbergi þekkist víða um heim. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að þau séu ekki auglýst; til að mynda vilji hótelstjórar oft vernda húsgögn herbergisins - sem séu yfirleitt í dýrari kantinum. Það sé ekki óalgengt að hópar fólks taki sig saman og leigi dýr herbergi fyrir veislur, sem skemmist svo í partýinu. Þar að auki eru minni líkur á því að slík herbergi, sem aðeins fastagestir og aðrir sem hafa fengið boð þekki til, séu afbókuð með stuttum fyrirvara - með tilheyrandi kostnaði fyrir hótelið. Nánar má fræðast um leyniherbergin í frétt Bloomberg. Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um byggingu hótelsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00 Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00
Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00
Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00