Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 08:30 Herbergið er ríkulega útbúið. Bláa lónið Nýtt hótel við Bláa lónið, sem ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon, er þungamiðjan í umfjöllun Bloomberg-fréttastofunnar um „leynileg hótelherbergi“ sem finna má víða um heim. Oft sé um að ræða ríkulegustu herbergi hótelanna og því kann mörgum að þykja undarlegt að þessi herbergi séu ekki auglýst á vefsíðum hótelanna eða í öðru kynningarefni - að þau séu í raun falin eða leynileg. Eitt slíkt herbergi er að finna á The Retreat-hótelinu. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.Sjá einnig: Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónurNóttin á herberginu kostar 10.500 dali, rúmlega 1.1 milljón króna, og ekki má bóka það í styttri tíma en tvær nætur. Herbergið er sem fyrr segir ekki sjáanlegt á vefsíðu hótelsins - engar myndir, engin lýsing, ekki neitt. Hvernig getur maður þá bókað herbergið ef það er ekki auglýst? Jú, til að bóka svítuna þarf sérstakt boð frá hótelinu.Þessir gestir kaffihúss Bláa lónsins eru eflaust að tala um eitthvað annað en herbergið, enda er það á fárra vitorði.Vísir/gettyÍ samtali við Bloomberg segir Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, að þetta sé engin tilviljun. Ætlunin sé að herbergið sé hið fullkomna athvarf. Þeir sem vilji komast á hótelið óséðir geti þannig gengið inn um leynilegan inngang og fengið þyrluflutning beint frá Keflavíkurflugvelli. „Enginn þarf nokkurn tímann að komast að því að þú sért þarna,“ segir Már og bætir við að hinir gestir hótelsins sjái ekki einu sinni herbergið. „Ekkert bendir til þess að þú sért þarna.“ Már útilokar ekki að herbergið verði einhvern tímann „opinberað.“ Þangað til vilji Bláa lónið að herbergið sé „falinn demantur.“ Í umfjöllun Bloomberg er rætt við hótelsérfræðing sem segir að sambærileg herbergi þekkist víða um heim. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að þau séu ekki auglýst; til að mynda vilji hótelstjórar oft vernda húsgögn herbergisins - sem séu yfirleitt í dýrari kantinum. Það sé ekki óalgengt að hópar fólks taki sig saman og leigi dýr herbergi fyrir veislur, sem skemmist svo í partýinu. Þar að auki eru minni líkur á því að slík herbergi, sem aðeins fastagestir og aðrir sem hafa fengið boð þekki til, séu afbókuð með stuttum fyrirvara - með tilheyrandi kostnaði fyrir hótelið. Nánar má fræðast um leyniherbergin í frétt Bloomberg. Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um byggingu hótelsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00 Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýtt hótel við Bláa lónið, sem ber nafnið The Retreat – Blue Lagoon, er þungamiðjan í umfjöllun Bloomberg-fréttastofunnar um „leynileg hótelherbergi“ sem finna má víða um heim. Oft sé um að ræða ríkulegustu herbergi hótelanna og því kann mörgum að þykja undarlegt að þessi herbergi séu ekki auglýst á vefsíðum hótelanna eða í öðru kynningarefni - að þau séu í raun falin eða leynileg. Eitt slíkt herbergi er að finna á The Retreat-hótelinu. Um er að ræða næstum 200 fermetra lúxussvítu, þrefalt stærri en önnur herbergi hótelsins. Í herberginu má finna eldhús, borðstofu og arinn. Þar að auki er heilulind í herberginu, útbúin gufubaði og einkaaðgengi að lóninu.Sjá einnig: Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónurNóttin á herberginu kostar 10.500 dali, rúmlega 1.1 milljón króna, og ekki má bóka það í styttri tíma en tvær nætur. Herbergið er sem fyrr segir ekki sjáanlegt á vefsíðu hótelsins - engar myndir, engin lýsing, ekki neitt. Hvernig getur maður þá bókað herbergið ef það er ekki auglýst? Jú, til að bóka svítuna þarf sérstakt boð frá hótelinu.Þessir gestir kaffihúss Bláa lónsins eru eflaust að tala um eitthvað annað en herbergið, enda er það á fárra vitorði.Vísir/gettyÍ samtali við Bloomberg segir Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, að þetta sé engin tilviljun. Ætlunin sé að herbergið sé hið fullkomna athvarf. Þeir sem vilji komast á hótelið óséðir geti þannig gengið inn um leynilegan inngang og fengið þyrluflutning beint frá Keflavíkurflugvelli. „Enginn þarf nokkurn tímann að komast að því að þú sért þarna,“ segir Már og bætir við að hinir gestir hótelsins sjái ekki einu sinni herbergið. „Ekkert bendir til þess að þú sért þarna.“ Már útilokar ekki að herbergið verði einhvern tímann „opinberað.“ Þangað til vilji Bláa lónið að herbergið sé „falinn demantur.“ Í umfjöllun Bloomberg er rætt við hótelsérfræðing sem segir að sambærileg herbergi þekkist víða um heim. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að þau séu ekki auglýst; til að mynda vilji hótelstjórar oft vernda húsgögn herbergisins - sem séu yfirleitt í dýrari kantinum. Það sé ekki óalgengt að hópar fólks taki sig saman og leigi dýr herbergi fyrir veislur, sem skemmist svo í partýinu. Þar að auki eru minni líkur á því að slík herbergi, sem aðeins fastagestir og aðrir sem hafa fengið boð þekki til, séu afbókuð með stuttum fyrirvara - með tilheyrandi kostnaði fyrir hótelið. Nánar má fræðast um leyniherbergin í frétt Bloomberg. Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um byggingu hótelsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00 Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. 2. mars 2017 20:00
Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. 14. febrúar 2014 20:00
Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00