Á meðan stóð yfir þingfundur í Alþingishúsinu þar sem þingmenn ræddu mál sem snúa að hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmælis fullveldis Íslands.
Yfirskrift mótmælanna var Vaknið ríkisstjórn! en allt er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðnætti í kvöld og ekki hefur verið boðað til næsta samningafundar fyrr en á mánudag.
Andrea Eyland stýrði mótmælafundinum á Austurvelli í dag en ræðumenn voru þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir.
Þá var rauðum spjöldum dreift á meðal mótmælenda og gáfu þeir ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna deilunnar. Böngsum, leikfangaspjöldum og mótmælaspjöldum var síðan raðað á tröppur þinghússins.


