Hundruð boða komu sína á mótmæli á Austurvelli vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:03 Stuðningsfólk ljósmæðra hefur mætt að húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarnar vikur þegar þar hefur verið fundað í deilunni. Vísir/Elín Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28