Innlent

Fjöldi athugasemda við drög að umhverfismati

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stakksberg villendurræsa kísilverið í Helguvík.
Stakksberg villendurræsa kísilverið í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONbrink
Alls bárust 112 athugasemdir við drög að tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun vegna nýs umhverfismats vegna kísil­­vers í Helguvík. Tæplega helmingur þeirra sem sendu inn umsögn óskaði eftir því að nafnleyndar yrði gætt.

Tillögudrög Stakksbergs voru auglýst í fjölmiðlum 25. júní og óskað eftir athugasemdum frá almenningi og áhugasömum.

Meginefni athugasemda þeirra sem bárust sneru meðal annars að andstöðu við starfsemi kísilvers í nágrenni Reykjanesbæjar meðal annars vegna þeirrar sjón- og lyktarmengunar sem af henni hlýst. Þá lýstu sumir efasemdum um framkvæmdina nú vegna blekkinga Magnúsar Garðarssonar, stofnanda United Silicon.

Meðal umsagnaraðila voru Veðurstofa Íslands, Reykjanesbær og Vinnueftirlit ríkisins. Þá barst umsögn frá Umhverfisstofnun en í henni er komið inn á áætlaðar tímasetningar úrbótaþátta, bent á að mat eigi að fara fram á áhrifum verksmiðjunnar á sjófugla og þeim kosti velt upp að ræsa verksmiðjuna ekki að nýju.

Stakksberg ehf. er félag í eigu Arion banka en bankinn tók yfir kísilverið í Helguvík eftir að United Silicon fór í þrot. Félagið stefnir að því að gera úrbætur á verksmiðjunni með það í huga að ræsa hana á ný. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir meðal annars að Stakksberg sé ekki enn í fyrirtækjaskrá heldur sé rekstrarleyfi Sameinaðs sílikons nú skráð á félagið EB0117 ehf.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×