Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 08:06 Justine Greening segir að enginn sé sáttur með samkomulagið sem liggur fyrir þinginu. Vísir/getty Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening. Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í stórblaðið Times í dag segist Greening þekkja til annarra þungavigtarmanna í Íhaldsflokknum sem séu á sama máli. Greening, sem lýst er sem miklum áhrifamanni í stjórnarflokknum, segir að núverandi stefna í Brexit-málum, sem kristallast í samkomulagi sem kynnt var í síðustu viku, hugnist ekki neinum. Bæði þeir sem vilji útgöngu sem og stuðningmenn aðildar séu ósáttir við samkomulagið. Ráðherrann fyrrverandi segir að í raun sé aðeins þrennt í stöðunni fyrir Breta: Fylgja hinni óvinsælu stefnu Theresu May, segja sig úr Evrópusambandinu án samnings eða kjósa um útgönguna á ný. Greening hallast sem fyrr segir að síðasta möguleikanum. Hún segir að Brexit sé komið í algjöran hnút og að eina leiðin til að koma því aftur á skrið sé að endurnýja umboð stjórnmálamannanna sem komið hafi málinu á þennan stað. Greening leggur til að kosið verði um valmöguleikana þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Hún leggur til að kosið verði í tveimur umferðum til að tryggja meirihlutastuðning.Ná Brexit frá flokksgæðingunum „Ég er einfaldlega að benda á það sem allir sjá í þinginu,“ sagði Greening í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun. Aðspurð um hvort að hún telji að leiðin sem hún leggi til njóti stuðnings annarra í Íhaldsflokknum segir hún: „Já, ég held það.“ Greening segir að fyrrnefnd áætlun forsætisráðherrans sé svo gott sem dauð. Áætlunin sé „einlæg og snjöll málamiðlun,“ en engu að síður sé hún gjörsamlega óframkvæmanleg - ekki síst vegna þess að „allir“ séu ósáttir við hana. Greening telur það til mikils vansa fyrir Brexit-ferlið að það skuli verið unnið eftir flokkslínum. Málið er að hennar mati þverpólitískt og því gæti þjóðaratkvæðagreiðsla vrerið góð leið til að hrifsa þetta stóra hagsmunamál úr höndum flokksgæðinganna. „Við þurfum ekki meiri tíma. Við þurfum skýra stefnu sem við getum fylgt eftir,“ segir Greening.
Brexit Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21