Vítaspyrnan á Perisic „fáránleg ákvörðun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 20:30 Perisic fær boltann í hendina inni á teignum Vísir/Getty Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00