Vítaspyrnan á Perisic „fáránleg ákvörðun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 20:30 Perisic fær boltann í hendina inni á teignum Vísir/Getty Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00