Jafnréttissinnaði ráðherrann sagðist vilja ******* óþekkar stelpur með ******* Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 07:35 Andrew Griffiths er einn fjölmargra breskra stjórnmálamanna sem hafa hrökklast frá störfum vegna kynlífshneykslis í pressunni Breska þingið Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim. Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim.
Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51