Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:02 Kafarar gera sig tilbúna í björgunaraðgerðir í Tælandi. Fótboltastrákunum og þjálfara þeirra hefur nú öllum verið bjargað. Vísir/Getty Breskur kafari sem tók þátt í björgun tælensku fótboltastrákanna og þjálfara þeirra vandar uppfinningamanninum Elon Musk ekki kveðjurnar í nýju viðtali. Hann segir kafbátinn, sem Musk lét hanna í von um að aðstoða við björgunina, alltaf hafa verið vitagagnslausan.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi sem vakið hafa gríðarlega athygli heimsbyggðarinnar. Hann var inntur eftir viðbrögðum við kafbáti Musks í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar. Það voru engar líkur á því að hann myndi virka. Hann [Musk] gerði sér enga grein fyrir því hvernig umhorfs er í göngunum inn í hellinn.“Cave rescuer on Musk: “It was a PR stunt. It had no chance of working.” pic.twitter.com/uPgRMQLkRx— Quoth the Raven (@QTRResearch) July 13, 2018 Þá sagði Unsworth kafbátinn alltof stóran og stífan til að komast um þrönga ganga hellisins. „Hann hefði ekki komist fyrstu 50 metrana inn í hellinn,“ var haft eftir kafaranum. Þegar honum var bent á að Musk hefði sjálfur komist inn í hellinn yppti Unsworth öxlum og sagði upfinningamanninn nær strax hafa verið beðinn um að yfirgefa svæðið. Greint var frá því þegar björgunaraðgerðir stóðu sem hæst að Musk hafi látið verkfræðinga sem starfa á vefum fyrirtækja hans hanna sérútbútið hylki. Var hugmyndin að hægt yrði að koma drengjunum fyrir í hylkinu svo þeir þyrftu ekki að kafa úr hellinum. Kafararnir gætu síðan dregið hylkið á eftir sér. Að endingu var ekki unnt að nota kafbátinn. Musk var ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir sínar. Hann var til að mynda sakaður að hafa ætlað sér að nýta þá miklu athygli sem verið hefur á björgunaraðgerðunum í eigin þágu. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29 Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Breskur kafari sem tók þátt í björgun tælensku fótboltastrákanna og þjálfara þeirra vandar uppfinningamanninum Elon Musk ekki kveðjurnar í nýju viðtali. Hann segir kafbátinn, sem Musk lét hanna í von um að aðstoða við björgunina, alltaf hafa verið vitagagnslausan.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi sem vakið hafa gríðarlega athygli heimsbyggðarinnar. Hann var inntur eftir viðbrögðum við kafbáti Musks í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar. Það voru engar líkur á því að hann myndi virka. Hann [Musk] gerði sér enga grein fyrir því hvernig umhorfs er í göngunum inn í hellinn.“Cave rescuer on Musk: “It was a PR stunt. It had no chance of working.” pic.twitter.com/uPgRMQLkRx— Quoth the Raven (@QTRResearch) July 13, 2018 Þá sagði Unsworth kafbátinn alltof stóran og stífan til að komast um þrönga ganga hellisins. „Hann hefði ekki komist fyrstu 50 metrana inn í hellinn,“ var haft eftir kafaranum. Þegar honum var bent á að Musk hefði sjálfur komist inn í hellinn yppti Unsworth öxlum og sagði upfinningamanninn nær strax hafa verið beðinn um að yfirgefa svæðið. Greint var frá því þegar björgunaraðgerðir stóðu sem hæst að Musk hafi látið verkfræðinga sem starfa á vefum fyrirtækja hans hanna sérútbútið hylki. Var hugmyndin að hægt yrði að koma drengjunum fyrir í hylkinu svo þeir þyrftu ekki að kafa úr hellinum. Kafararnir gætu síðan dregið hylkið á eftir sér. Að endingu var ekki unnt að nota kafbátinn. Musk var ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir sínar. Hann var til að mynda sakaður að hafa ætlað sér að nýta þá miklu athygli sem verið hefur á björgunaraðgerðunum í eigin þágu.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29 Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29
Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31