Vísir greindi frá viðbrögðum Palin í vikunni en hún vandaði Cohen ekki kveðjurnar í Facebook-færslu. Þar sagði hún grínistann sjúkan og illan eftir að honum tókst að fá Palin í viðtal undir þeim formerkjum að hann væri slasaður, fyrrverandi hermaður.
Sjá einnig: Dick Cheney áritaði vatnspyntingatól
Nú hefur Cohen hins vegar svarað gagnrýni Palin og gerir það í karakter. Yfirlýsing hans er undirrituð af „Billy Wayne Ruddick Jr., PhD“, sem segist hafa tekið umrætt viðtal.
„Ég sagði EKKI að ég væri fyrrverandi hermaður. Ég gegndi þjónustu, ekki á vegum hersins heldur póstþjónustu ríkisins, og ég barðist aðeins fyrir land mitt einu sinni – þegar ég skaut Mexíkana sem kom inn á landareign mína,“ skrifaði grínistinn.
Þá lauk hann yfirlýsingunni með afgerandi kröfu um afsökunarbeiðni frá Palin.
Here's the truth @SarahPalinUSA#MAGA #buildthewall #boycottsashacohen pic.twitter.com/iFZWrFTxWL
— Billy Wayne Ruddick Jr., PhD (@BillyWRuddick) July 12, 2018
Nú hefur fyrrverandi þingmaðurinn Roy Moore sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hótar því að lögsækja Cohen. Moore segist hafa þegið boð á verðlaunaafhendingu í Washington D.C. í febrúar síðastliðnum þar sem átti að heiðra hann fyrir stuðning sinn við Ísrael. Umræddur viðburður var á vegum Cohen og er Moore afar ósáttur við athæfið.