Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:59 Tvö á toppnum. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana. Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. Trump hefur gagnrýnt May fyrir að halda illa á málum tengdum úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Í viðtali sem birtist í dagblaðinu The Sun í morgun virtist Trump gefa í skyn að hann vildi að Boris Johnson, sem sagði af sér embætti utanríkisráðherra eftir deilur um Brexit, tæki við af May sem forsætisráðherra. Verst af öllu fyrir May var sú fullyrðing Trumps í viðtalinu að vegna linkindar hennar gagnvart Evrópusambandinu yrði erfitt eða ómögulegt að gera nýjan viðskiptasamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Það var það allra síðasta sem Brexit-sinnaðir flokksmen May vildu heyra. Margir þeirra binda nær allar vonir sínar við að Bandaríkin komi Bretum til bjargar með hagstæðum samningum í ljósi náins milliríkjasambands. Á blaðamannafundinum ítrekaði Trump að samband þjóðanna væri vissulega enn sterkt og því fengi ekkert haggað. Bretar stæðu frammi fyrir sögulegu tækifæri vegna Brexit. Þá sagðist hann hafa rætt við May um metnaðarfulla viðskiptasamninga. Margir reyndu að lesa í bæði orð og líkamstjáningu leiðtoganna eftir orðaskak þeirra í gegnum fjölmiðla síðustu daga. May var föst fyrir en kurteis þegar hún neitaði að taka undir orð Trumps um innflytjendur og þau mörgu vandamál sem þeim fylgi. Að sama skapi bakkaði Trump ekki með það mikla hól sem hann jós Boris Johnson. Johnson þykir líklegur til að gera atlögu að formannsstóli May fyrr eða síðar. Trump gagnrýndi einnig fjölmiðla eins og svo oft áður og þá sérstaklega fyrrnefnt viðtal við The Sun. Sagðist hann ekkert skilja í því af hverju blaðið birti ekki öll þau fögru ummæli sem hann lét falla um Theresu May. Blaðamaðurinn hafi einblínt á neikvæðni og þannig gerst sekur um að skrifa falsfréttir. Það vekur athygli að Trump sagðist hafa gefið May góð ráð um hvernig hún gæti náð sínu fram gagnvart Evrópusambandinu. Tillaga hans hafi hins vegar verið full „brútal“ fyrir hana.
Tengdar fréttir Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30 Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sturtuferðir Churchills og náið samband Breta og Bandaríkjamanna Milliríkjasamband Bretlands og Bandaríkjanna hefur að mörgu leyti verið hornsteinn vestræns samstarfs í meira en heila öld. Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um þetta sérstaka og nána samstarf þjóðanna. 13. júlí 2018 13:30
Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. 13. júlí 2018 09:52