Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Bergþór Másson skrifar 13. júlí 2018 14:38 Ótrúleg mynd náðist af því þegar nautið stakk Adolf. Denia Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016 Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016
Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11