Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Bergþór Másson skrifar 13. júlí 2018 14:38 Ótrúleg mynd náðist af því þegar nautið stakk Adolf. Denia Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016 Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016
Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11