Borgarísjaki ógnar bæjarbúum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 07:07 Um tröllvaxinn borgarísjaka er að ræða, eins og samanburður við þorpið ber með sér. Skjáskot Stærðarinnar borgarísjaki hefur sett svip sinn á bæjarlífið í grænlenska þorpinu Innaarsui. Bæjarbúarnir 150 óttast að stærðarinnar klumpar kunni að brotna úr ísjakanum og valda flóðbylgju sem fært gæti bæinn á bólakaf. Þrátt fyrir að ísjakinn sé tignarlegur að sjá segir oddviti bæjarins að hann sé hættulega nálægt landi. Ef svo kynni að fara að hann myndi brotna gæti það orðið til þess að fólk sem býr við ströndina þurfi að forða sér. Þar að auki stendur rafmagnsveita bæjarins við sjávarsíðuna og segist hann vart vilja hugsa þá hugsun til enda, fari svo að það flæði inn í rafmangsdreifikerfið. Vel er fylgst með ástandinu og er búið að gera rýmingaráætlun fyrir Innaarsui. Þá hafa bæjarbúar sem búa næst ísjakanum verið hvattir til að finna sér gististað ofar í bænum af ótta við flóðbylgjur. Fyrrnefndur oddviti kallar því eftir því að strandgæsla Grænlands mæti á vettvang og dragi ferlíkið á haf út. Ekki bætir heldur úr skák að búist er við rigningu á norðanverðu Grænlandi, en vætutíð er sögð auka líkurnar á niðurbroti borgarísjakans - eða svokallaðri kelfingu. Hér að neðan má sjá myndband sem birtist á vef grænlenska ríkisútvarpsins af borgarísjakanum. Í því má sjá þegar stærðarinnar klumpur brotnaði úr ísjakanum, ásamt meðfylgjandi öldugangi í sjónum fyrir neðan. Grænland Norðurlönd Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Stærðarinnar borgarísjaki hefur sett svip sinn á bæjarlífið í grænlenska þorpinu Innaarsui. Bæjarbúarnir 150 óttast að stærðarinnar klumpar kunni að brotna úr ísjakanum og valda flóðbylgju sem fært gæti bæinn á bólakaf. Þrátt fyrir að ísjakinn sé tignarlegur að sjá segir oddviti bæjarins að hann sé hættulega nálægt landi. Ef svo kynni að fara að hann myndi brotna gæti það orðið til þess að fólk sem býr við ströndina þurfi að forða sér. Þar að auki stendur rafmagnsveita bæjarins við sjávarsíðuna og segist hann vart vilja hugsa þá hugsun til enda, fari svo að það flæði inn í rafmangsdreifikerfið. Vel er fylgst með ástandinu og er búið að gera rýmingaráætlun fyrir Innaarsui. Þá hafa bæjarbúar sem búa næst ísjakanum verið hvattir til að finna sér gististað ofar í bænum af ótta við flóðbylgjur. Fyrrnefndur oddviti kallar því eftir því að strandgæsla Grænlands mæti á vettvang og dragi ferlíkið á haf út. Ekki bætir heldur úr skák að búist er við rigningu á norðanverðu Grænlandi, en vætutíð er sögð auka líkurnar á niðurbroti borgarísjakans - eða svokallaðri kelfingu. Hér að neðan má sjá myndband sem birtist á vef grænlenska ríkisútvarpsins af borgarísjakanum. Í því má sjá þegar stærðarinnar klumpur brotnaði úr ísjakanum, ásamt meðfylgjandi öldugangi í sjónum fyrir neðan.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira