Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2018 20:44 Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Vísir/AP Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira