Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2018 20:44 Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Vísir/AP Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. Trump Bandaríkjaforseti segir bandalagsþjóðirnar hafa orðið við kröfum hans um aukin útgjöld og vill að þau hækki enn frekar í framtíðinni. Hann fór beint af fundinum í fjögurra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat sinn fyrsta leiðtogafund hjá NATO í gær og í dag. Hún segir áþreifanlega spennu hafa ríkt milli Trump Bandaríkjaforseta og annarra helstu leiðtoga bandalagsins og þá sérstaklega milli Trump og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. „Í gær var þetta tiltölulega friðsamlegur fundur. Það var töluverð spenna í aðdraganda fundarins en fundurinn sjálfur friðsamlegur. Það var heldur átaka meiri fundur í morgun og stóru átakalínurnar hafa snúist um framlög ríkjanna til NATO,“ segir Katrín. Að lokum sættust leiðtogarnir á yfirlýsingu um samvinnu og samstöðu þar sem ítrekað var að framlög yrðu aukin enn meira en nú þegar hefur verið gert. Trump var sigurreifur að loknum fundi og sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO þakklátan fyrir forystu hans. Allir hafi þakkað honum forystu hans innan NATO.Segir NATO hafa styrkst á fundinum „Ég tel að NATO sé mun sterkara nú en fyrir tveimur dögum. NATO var ekki að gera það sem því ber að gera; mörg ríki og við höfum lagt miklu miera af mörkum en við hefðum átt að gera. Hreinskilnislega sagt, við bárum of mikið af byrðunum; þess vegna köllum við þetta að deila byrðunum,“ sagði Trump meðal annars. Þá ítrekaði forsetinn stuðning sinn og Bandaríkjastjórnar við NATO. Hann hélt hins vegar áfram gagnrýni sinni á fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands þótt hann hældi Þjóðverjum fyrir aukin framlög til NATO.Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum.Skjáskot „Þýskaland er að koma til. En við eigum enn eftir að átta okkur á hvað er að gerast með gasleiðsluna vegna þess að gasleiðslan kemur frá Rússlandi. Þannig að við verðum að komast til botns í því máli. Ég tók málið upp. Enginn nefndi þetta nema ég og nú erum við öll að tala um þetta,“ sagði Trump. Merkel minntist aftur á móti ekki á gasleiðsluna á fundi með fréttamönnum enda segir hún leiðsluna í einkaeign og ekki á vegum þýska ríkisins. „Þegar upp er staðið var þetta mjög áhugaverður leiðtogafundur þar sem menn þurftu að sannfærðu sjálfa sig og þess vegna held ég að við höfum áttum alvarlegar viðræður. En ég held að þessar viðræður hafi hjálpað okkur til að skilja hversu áríðandi NATO er og hvernig við getum lagt okkar fram til hagsmuna fyrir hvert annað,“ sagði Merkel og ítrekaði í raun grunn stefnu bandalagsins. Trump hefur í fyrri yfirlýsingum skapað óvissu um hvort Bandaríkin myndu fara eftir 5. grein stofnsáttmála NATO sem kveður á um að aðildarríkin komi hvert öðru til varnar verði ráðist á eitt þeirra. Merkel ítrekaði að Þjóðverjar hefðu brugðist við þegar ráðist var á Bandaríkin 11. september árið 2001 og Bandaríkjamenn hafi höfðað til 5. greinarinnar. Þjóðverjar væru enn með mikinn herafla í Afganistan vegna þessa. Strax að loknum fundinum í Brussel hélt Trump í fjögurra daga heimsókn til Bretlands. Þar fundar hann með hundrað helstu leiðtogum bresks viðskiptalífs á fæðingarsetri Winston Churchill, Blenheim, í kvöld. En í fyrramálið fundar hann með Theresu May forsætisráðherra Bretlands og síðdegis á morgun gengur á fund Elísabetar II drottningar.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent