Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 18:52 Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni. Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni.
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira