Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 15:34 Neytandasamtökin segjast ekki geta ráðlagt fólki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttablaðið/GVA Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12
Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08