Lineker ætlar að koma fram í Borat-skýlunni ef England verður heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 11:30 Gary Lineker og Borat í skýlunni. Vísir/Samsett/Getty Sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker ætlar að bjóða upp á sannkallað „tískuslys“ í beinni útsendingu á þættinum Match of the Day á BBC. Til að svo verði þá þurfa landar hans í enska landsliðinu að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Enska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á HM í Rússlandi og betur en flestir bjuggust við. Þar á meðal er einn helsti knattspyrnuspekingur ensku þjóðarinnar. Það vakti athygli þegar Gary Lineker lofaði og stóð við að kynna þáttinn sinn á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari. Gary Lineker var lykilmaður hjá enska fótboltalandsliðinu þegar liðið komst í undanúrslit HM fyrir 28 árum síðan. Nú hefur hann gefið athyglisvert loforð fari enska liðið alla leið á HM í Rússlandi. Enska landsliðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld en liðið komst síðast svona langt á HM í Ítalíu 1990. Þá skoraði Gary Lineker mark Englendinga í 1-1 jafntefli á móti Þýskalandi en Þjóðverjar unnu í vítakeppni. Lineker skoraði úr sinni vítaspyrnu en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á tveimur síðustu spyrnum enska landsliðsins. Félagar Lineker hjá BBC minntu sinn mann á loforðið á Twitter í dag. Gary Lineker lofaði því nefnilega fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi að hann myndi kynna þáttinn sinn MOTD í Mankini-sundskýlu ef Englendingar yrðu heimsmeistarar.Ahead of #Croatia v #England in the #WorldCup semi-final, we thought we'd remind everyone about this: "@GaryLineker: 'If England win the World Cup 2018, I'd present MOTD in a mankini'" #bbcworldcup#croenghttps://t.co/FucsSotTUapic.twitter.com/eLtkT3soRF — BBC Newsround (@BBCNewsround) July 10, 2018 Mankini-sundskýlan er oftast kölluð Borat-skýlan en hver man ekki eftir þegar leikarinn Sacha Baron Cohen klæddist henni í grínmyndinni „Borat! Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan“ sem kom út árið 2006. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker ætlar að bjóða upp á sannkallað „tískuslys“ í beinni útsendingu á þættinum Match of the Day á BBC. Til að svo verði þá þurfa landar hans í enska landsliðinu að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Enska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á HM í Rússlandi og betur en flestir bjuggust við. Þar á meðal er einn helsti knattspyrnuspekingur ensku þjóðarinnar. Það vakti athygli þegar Gary Lineker lofaði og stóð við að kynna þáttinn sinn á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari. Gary Lineker var lykilmaður hjá enska fótboltalandsliðinu þegar liðið komst í undanúrslit HM fyrir 28 árum síðan. Nú hefur hann gefið athyglisvert loforð fari enska liðið alla leið á HM í Rússlandi. Enska landsliðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld en liðið komst síðast svona langt á HM í Ítalíu 1990. Þá skoraði Gary Lineker mark Englendinga í 1-1 jafntefli á móti Þýskalandi en Þjóðverjar unnu í vítakeppni. Lineker skoraði úr sinni vítaspyrnu en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á tveimur síðustu spyrnum enska landsliðsins. Félagar Lineker hjá BBC minntu sinn mann á loforðið á Twitter í dag. Gary Lineker lofaði því nefnilega fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi að hann myndi kynna þáttinn sinn MOTD í Mankini-sundskýlu ef Englendingar yrðu heimsmeistarar.Ahead of #Croatia v #England in the #WorldCup semi-final, we thought we'd remind everyone about this: "@GaryLineker: 'If England win the World Cup 2018, I'd present MOTD in a mankini'" #bbcworldcup#croenghttps://t.co/FucsSotTUapic.twitter.com/eLtkT3soRF — BBC Newsround (@BBCNewsround) July 10, 2018 Mankini-sundskýlan er oftast kölluð Borat-skýlan en hver man ekki eftir þegar leikarinn Sacha Baron Cohen klæddist henni í grínmyndinni „Borat! Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan“ sem kom út árið 2006.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira