Aurinn gæti truflað laxveiði næstu árin Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Laxastiginn á myndinni er vita gagnslaus sökum vatnsleysis. Allt að þrjátíu metra lag af drullu er í gamla árfarveginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47