Lífið

Kanye West opnar sig um sjálfsvígshugsanir

Bergþór Másson skrifar
Kanye West á nýliðinni tískuviku í París. Með honum á myndinni er fyrrverandi lærlingur hans, fatahönnuðurinn Virgil Abloh.
Kanye West á nýliðinni tískuviku í París. Með honum á myndinni er fyrrverandi lærlingur hans, fatahönnuðurinn Virgil Abloh. Vísir/Getty
Fjöllistamaðurinn Kanye West sagði frá því að hann hafi verið að berjast við sjálfsvígshugsanir á Twitter í gær. Síðan gaf hann fylgjendum sínum ráð hvernig þeir eiga að forðast það að taka eigið líf.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kanye talar opinskátt um andleg veikindi sín, en á nýjustu plötu sinni „ye,“ fjallar hann meðal annars um baráttu sína við geðhvörf.

Sjá einnig: Kanye West greindur með geðhvarfasýki: „Ég er ofurhetja“

West deildi ráðleggingum um hvernig eigi að stjórna sjálfsvígshugsunum eftir að hann horfði á nýútgefna heimildarmynd um fatahönnuðinn Alexander McQueen. Kanye sagðist hafa „tengt við ferðalagið hans.“ Alexander McQueen framdi sjálfsmorð árið 2010.

Kanye segir að til þess að vilja ekki fyrirfara sér, þurfi maður einfaldlega að forðast það að vera í kringum fólk sem lætur mann vilja taka eigið líf.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.