Úr krikket í forsætisráðuneytið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 08:00 Stuðningsmenn Imrans Khan hafa fagnað vel frá því niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann verður að öllu óbreyttu forsætisráðherra Pakistans. Vísir/ap Imran Khan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Pakistana í krikket og leiðtogi Pakistönsku réttlætishreyfingarinnar (PTI), verður að öllu óbreyttu forsætisráðherra Pakistans. Landskjörstjórn lýsti því yfir í gær að PTI væri sigurvegari kosninganna. Búið var að telja um 99 prósent atkvæða í gær og hafði PTI unnið 114 sæti. Múslimabandalag Pakistans (PML-N), fráfarandi ríkisstjórnarflokkurinn, fékk 62 sæti og Pakistanski lýðflokkurinn (PPP) 43 sæti. PTI nær þó ekki hreinum meirihluta á þinginu. Kosið var með beinum hætti um 272 sæti en sjötíu sæti eru svo frátekin fyrir konur og minnihlutahópa. Ljóst er því að Khan þarf að leita á náðir annarra flokka. Pakistanski miðillinn Tribune greindi frá því í gær að Sameinaða þjóðarhreyfing Pakistans (MQM-P) hefði átt í óformlegum viðræðum við PTI um myndun meirihluta. Sá flokkur vann sex sæti sem dugar ekki til að koma PTI í meirihluta. Khan hefur ítrekað talað um að hann vildi koma upp íslömsku velferðarríki. „Ég vil berjast fyrir hina fátæku. Við munum miða allar okkar ákvarðanir við velsæld í landinu. Ekkert ríki nær árangri ef stefnur þeirra eru allar miðaðar við valdaklíkuna,“ sagði hann í sigurræðu sinni á fimmtudag. Viðmælandi BBC World Service í gær sagði að það yrði þó afar erfitt verkefni enda Pakistan ekki auðugt ríki þrátt fyrir að vera kjarnorkuveldi. Sigur Khans og kjarnorkuvopnabúr Pakistana gæti valdið Bandaríkjamönnum áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Khan hefur áður ýjað að því að sem forsætisráðherra gæti hann jafnvel skipað hernum að skjóta niður bandaríska dróna sem berjast við al-Kaída á landamærum Pakistans og Afganistans. Það kvað þó við nýjan tón í sigurræðu Khans. „Við viljum samband við Bandaríkin sem báðir aðilar geta hagnast á,“ sagði hann. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu á fimmtudag telja PML-N, PPP og fleiri flokkar að svindlað hafi verið í kosningunum. Pakistanska blaðið Dawn tók saman kvartanir flokkanna í gær. PML-N telur til að mynda að atkvæði greidd leiðtoganum Shehbaz Sharif í einu þeirra kjördæma sem hann bauð sig fram í hafi verið talin sem atkvæði PTI-mannsins Faisal Vawda. Flokkarnir, einkum PML-N og PPP, segja mörg fleiri dæmi um svindl við talningu atkvæða og kröfðust í gær nýrra kosninga. Ritstjórn Dawn krafðist þess í leiðara blaðsins í gær að öll landskjörstjórnin segði af sér. „Hneykslanlegir misbrestir við talningu atkvæða og tilkynningar úrslita gera það að nauðsyn að allir yfirmenn landskjörstjórnar segi af sér. Eins og stendur er ekki ljóst hvort svindl, alvarleg vanhæfni eða hvort tveggja hafi valdið þeim óásættanlegu töfum sem við sáum á kosninganótt.“ Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins sögðu á blaðamannafundi í Íslamabad í gær að hið pólitíska landslag í Pakistan hafi haft slæm áhrif á kosningarnar. „Vinsælir og efnaðir frambjóðendur réðu lögum og lofum og ósanngjarnar reglur um útgjöld framboða minnkuðu möguleika annarra,“ sagði Michael Gahler, sem fór fyrir eftirlitsmönnunum. Í skýrslu eftirlitsmanna var einnig fjallað um ásakanir þess efnis að herinn og leyniþjónustan hafi reynt að hagræða úrslitunum PTI í hag og að dómstólar hafi verið sakaðir um að vinna markvisst gegn PML-N. Um afskipti af fjölmiðlum sagði: „Alvarlegar takmarkanir voru settar á tjáningarfrelsi fjölmiðla og blaðamanna sem leiddu til fordæmalausrar sjálfsritskoðunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Hryðjuverkahópar í Pakistan nýta sér ofbeldi til að draga úr lýðræðislegum stöðugleika í landinu. 25. júlí 2018 19:30 Stormasamri kosningabaráttu nú lokið Þingkosningar í Pakistan í gær. Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI) fékk flest þingsæti. Kosningabaráttan hefur verið skotmark ýmissa hryðjuverkasamtaka og hafa hundruð farist í mánuðinum. 26. júlí 2018 06:00 Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. 26. júlí 2018 15:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Imran Khan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Pakistana í krikket og leiðtogi Pakistönsku réttlætishreyfingarinnar (PTI), verður að öllu óbreyttu forsætisráðherra Pakistans. Landskjörstjórn lýsti því yfir í gær að PTI væri sigurvegari kosninganna. Búið var að telja um 99 prósent atkvæða í gær og hafði PTI unnið 114 sæti. Múslimabandalag Pakistans (PML-N), fráfarandi ríkisstjórnarflokkurinn, fékk 62 sæti og Pakistanski lýðflokkurinn (PPP) 43 sæti. PTI nær þó ekki hreinum meirihluta á þinginu. Kosið var með beinum hætti um 272 sæti en sjötíu sæti eru svo frátekin fyrir konur og minnihlutahópa. Ljóst er því að Khan þarf að leita á náðir annarra flokka. Pakistanski miðillinn Tribune greindi frá því í gær að Sameinaða þjóðarhreyfing Pakistans (MQM-P) hefði átt í óformlegum viðræðum við PTI um myndun meirihluta. Sá flokkur vann sex sæti sem dugar ekki til að koma PTI í meirihluta. Khan hefur ítrekað talað um að hann vildi koma upp íslömsku velferðarríki. „Ég vil berjast fyrir hina fátæku. Við munum miða allar okkar ákvarðanir við velsæld í landinu. Ekkert ríki nær árangri ef stefnur þeirra eru allar miðaðar við valdaklíkuna,“ sagði hann í sigurræðu sinni á fimmtudag. Viðmælandi BBC World Service í gær sagði að það yrði þó afar erfitt verkefni enda Pakistan ekki auðugt ríki þrátt fyrir að vera kjarnorkuveldi. Sigur Khans og kjarnorkuvopnabúr Pakistana gæti valdið Bandaríkjamönnum áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Khan hefur áður ýjað að því að sem forsætisráðherra gæti hann jafnvel skipað hernum að skjóta niður bandaríska dróna sem berjast við al-Kaída á landamærum Pakistans og Afganistans. Það kvað þó við nýjan tón í sigurræðu Khans. „Við viljum samband við Bandaríkin sem báðir aðilar geta hagnast á,“ sagði hann. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu á fimmtudag telja PML-N, PPP og fleiri flokkar að svindlað hafi verið í kosningunum. Pakistanska blaðið Dawn tók saman kvartanir flokkanna í gær. PML-N telur til að mynda að atkvæði greidd leiðtoganum Shehbaz Sharif í einu þeirra kjördæma sem hann bauð sig fram í hafi verið talin sem atkvæði PTI-mannsins Faisal Vawda. Flokkarnir, einkum PML-N og PPP, segja mörg fleiri dæmi um svindl við talningu atkvæða og kröfðust í gær nýrra kosninga. Ritstjórn Dawn krafðist þess í leiðara blaðsins í gær að öll landskjörstjórnin segði af sér. „Hneykslanlegir misbrestir við talningu atkvæða og tilkynningar úrslita gera það að nauðsyn að allir yfirmenn landskjörstjórnar segi af sér. Eins og stendur er ekki ljóst hvort svindl, alvarleg vanhæfni eða hvort tveggja hafi valdið þeim óásættanlegu töfum sem við sáum á kosninganótt.“ Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins sögðu á blaðamannafundi í Íslamabad í gær að hið pólitíska landslag í Pakistan hafi haft slæm áhrif á kosningarnar. „Vinsælir og efnaðir frambjóðendur réðu lögum og lofum og ósanngjarnar reglur um útgjöld framboða minnkuðu möguleika annarra,“ sagði Michael Gahler, sem fór fyrir eftirlitsmönnunum. Í skýrslu eftirlitsmanna var einnig fjallað um ásakanir þess efnis að herinn og leyniþjónustan hafi reynt að hagræða úrslitunum PTI í hag og að dómstólar hafi verið sakaðir um að vinna markvisst gegn PML-N. Um afskipti af fjölmiðlum sagði: „Alvarlegar takmarkanir voru settar á tjáningarfrelsi fjölmiðla og blaðamanna sem leiddu til fordæmalausrar sjálfsritskoðunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Hryðjuverkahópar í Pakistan nýta sér ofbeldi til að draga úr lýðræðislegum stöðugleika í landinu. 25. júlí 2018 19:30 Stormasamri kosningabaráttu nú lokið Þingkosningar í Pakistan í gær. Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI) fékk flest þingsæti. Kosningabaráttan hefur verið skotmark ýmissa hryðjuverkasamtaka og hafa hundruð farist í mánuðinum. 26. júlí 2018 06:00 Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. 26. júlí 2018 15:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56
Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Hryðjuverkahópar í Pakistan nýta sér ofbeldi til að draga úr lýðræðislegum stöðugleika í landinu. 25. júlí 2018 19:30
Stormasamri kosningabaráttu nú lokið Þingkosningar í Pakistan í gær. Pakistanska réttlætishreyfingin (PTI) fékk flest þingsæti. Kosningabaráttan hefur verið skotmark ýmissa hryðjuverkasamtaka og hafa hundruð farist í mánuðinum. 26. júlí 2018 06:00
Krikketstjarnan Imran Khan líklega forsætisráðherra Pakistans Krikketstjarnan fyrrverandi, Imran Khan, hefur lýst yfir sigri í kosningum í Pakistan og er líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. 26. júlí 2018 15:40