Telur Laugardal svívirtan meðan á Secret Solstice stendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:30 Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Stefna kennurum E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57
Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15