„Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:00 Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30