Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2018 17:00 Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands segir að yfirmenn geti gert ráðstafanir til að sporna gegn kulnun starfsfólks. vísir/anton Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um kulnun í starfi og mikil áhersla hefur verið lögð á að einstaklingar þekki einkenni kulnunar svo hægt sé að grípa í taumana fyrr en síðar. Þegar einstaklingar kulna í starfi eru þeir líkamlega og tilfinningalega örmagna og kulnun virðist benda til þess að viðkomandi hafi glímt við streitu í of langan tíma. Umræðan hefur að mestu beinst að starfsfólkinu sjálfu og það minnt á mikilvægi þess að þekkja sín mörk í vinnunni. Öllu minna hefur farið fyrir þætti yfirmanna í því ástandi sem hefur skapast. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 eins kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Geðlæknir hjá Forvarna-og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi aukast hér á landi. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu. Þeir hafi mest um það að segja hvers konar vinnumenning skapast inn á vinnustöðum og geta lagað vinnustaðina betur að þörfum starfsmanna og þar af leiðandi bætt heilsu þeirra. Hún segir að þjálfun yfirmanna í góðum stjórnunarháttum sé lykilþáttur í því að sporna gegn ískyggilegri þróun á vinnumarkaði. Árelía segir að það sé vel þekkt að kulnun sé meiri á ákveðnum deildum og ákveðnum sviðum sem bendi til þess að um stjórnunarvandamál sé að ræða.Skyndilausnir og plástrar duga ekki lengur Greiningarvinna á vinnustaðnum er það fyrsta sem Árelía mælir með fyrir yfirmenn. „Það þýðir ekkert að bjóða upp á einhverjar skyndilausnir og plástra,“ segir Árelía. Það dugi ekki að fara í eina helgarferð út á land því vandinn verð enn fyrir hendi að ferð lokinni. Það þurfi að breyta hönnuninni og ráðast að rót vandans hver sem hún kann að vera og oftast komi hún í ljós eftir því sem greiningarvinnunni vindur fram.Kulnun í starfi er vaxandi vandamál hér á landi.vísir/gettySjálfstæði og sköpun í starfi eykur vinnugleði Árelía segir að það sem spili stærstan þátt í kulnun sé þegar starfsfólk hafi ekkert yfir starfi sínu og vinnu að segja. „Þar er mesta hættan; þegar störf allt of einhæf og þú hefur ekkert um það að segja hvernig þú vinnur, hvenær þú vinnur, með hvaða hætti og svo framvegis.“ Það verði til þess að draga úr vinnugleði starfsmannsins. Stuðningur yfirmanna skipti sköpum Þá segir hún að stuðningur næsta yfirmanns sé mikilvæg breyta í jöfnunni. „Ef yfirmaðurinn þinn er þannig að hann eða hún öskrar stöðugt á þig í hvert sinn sem þú gerir mistök og dregur úr, það sem á ensku er kallað „empowerment“ þá mun það hafa áhrif“. Slæm vinnumenning mikill streituvaldur Vinnumenning er stór áhrifaþáttur þegar kemur að streitu segir Árelía sem bætir við að yfirmenn hafa mikið um það að segja hvernig vinnumenning er við lýði. „Sýnir fólk samhygð? Er þetta þannig að ef það er mikið álag á þér og þú ert að takast á við eitthvað erfitt í þínu lífi að þá fáirðu samhygð samstarfsmanna?“Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir að fyrirtæki þurfi að gæta að því að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld.vísir/gettyTaka þurfi mið af fjölbreyttum einstaklingum innan starfsliðsins Árelía segir að yfirmenn verði í auknum mæli að horfa til fjölbreytileika innan starfsmannahópsins. Það sé ekki hægt að stýra fyrirtækjum eins og allir starfsmenn séu eins og hafi sömu þarfir. „Þess vegna þurfa stjórnendur þjálfun. „Intróvertar“ í opnu rými eiga bágt og „extrovertar“ í lokuðu rými eiga bágt og sumir eru svakalega nákvæmir og dafna vel í umhverfi þar sem nákvæmni er krafist og aðrir „fríka út“ þegar þeir þurfa að vera of nákvæmir,“ segir Árelía. Taka þurfi í auknum mæli mið af þörfum starfsfólksins þannig að því líði sem best í vinnunni. „Við erum mismunandi frá náttúrunnar hendi; hvernig vinnustaðamóral og stjórnunarhætti við þolum. Það þarf að taka tillit til þess.“ Aðspurð segir Árelía að íslensk fyrirtæki séu í auknum mæli að átta sig á umfangi vandans. Fyrirtæki séu farin að hanna vinnuaðstöðuna með hag starfsfólks í fyrirrúmi eins og að útbúa sérstakt hugleiðsluherbergi. Þá séu stjórnendur farnir að flétta núvitundarþjálfun inn í vinnudaginn. Fyrir utan þjáningu starfsfólksins sem glímir við kulnun í starfi sé það „brjálæðislega dýrt“ bæði fyrir samfélagið og fyrirtæki að fólk hrökklist úr starfi af þessum sökum. „Þú vilt halda í fólkið sem hefur þessa framleiðni, hefur jákvæð áhrif á aðra og hefur kunnáttu og færni sem þarf til. Ef þetta fólk er að fara þá ertu með stjórnunarvandamál,“ segir Árelía sem segir þjálfun yfirmanna lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. Leiðtogafærni sé ekki meðfædd heldur færni sem fólk öðlist með þjálfun. Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um kulnun í starfi og mikil áhersla hefur verið lögð á að einstaklingar þekki einkenni kulnunar svo hægt sé að grípa í taumana fyrr en síðar. Þegar einstaklingar kulna í starfi eru þeir líkamlega og tilfinningalega örmagna og kulnun virðist benda til þess að viðkomandi hafi glímt við streitu í of langan tíma. Umræðan hefur að mestu beinst að starfsfólkinu sjálfu og það minnt á mikilvægi þess að þekkja sín mörk í vinnunni. Öllu minna hefur farið fyrir þætti yfirmanna í því ástandi sem hefur skapast. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 eins kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Geðlæknir hjá Forvarna-og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi aukast hér á landi. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu. Þeir hafi mest um það að segja hvers konar vinnumenning skapast inn á vinnustöðum og geta lagað vinnustaðina betur að þörfum starfsmanna og þar af leiðandi bætt heilsu þeirra. Hún segir að þjálfun yfirmanna í góðum stjórnunarháttum sé lykilþáttur í því að sporna gegn ískyggilegri þróun á vinnumarkaði. Árelía segir að það sé vel þekkt að kulnun sé meiri á ákveðnum deildum og ákveðnum sviðum sem bendi til þess að um stjórnunarvandamál sé að ræða.Skyndilausnir og plástrar duga ekki lengur Greiningarvinna á vinnustaðnum er það fyrsta sem Árelía mælir með fyrir yfirmenn. „Það þýðir ekkert að bjóða upp á einhverjar skyndilausnir og plástra,“ segir Árelía. Það dugi ekki að fara í eina helgarferð út á land því vandinn verð enn fyrir hendi að ferð lokinni. Það þurfi að breyta hönnuninni og ráðast að rót vandans hver sem hún kann að vera og oftast komi hún í ljós eftir því sem greiningarvinnunni vindur fram.Kulnun í starfi er vaxandi vandamál hér á landi.vísir/gettySjálfstæði og sköpun í starfi eykur vinnugleði Árelía segir að það sem spili stærstan þátt í kulnun sé þegar starfsfólk hafi ekkert yfir starfi sínu og vinnu að segja. „Þar er mesta hættan; þegar störf allt of einhæf og þú hefur ekkert um það að segja hvernig þú vinnur, hvenær þú vinnur, með hvaða hætti og svo framvegis.“ Það verði til þess að draga úr vinnugleði starfsmannsins. Stuðningur yfirmanna skipti sköpum Þá segir hún að stuðningur næsta yfirmanns sé mikilvæg breyta í jöfnunni. „Ef yfirmaðurinn þinn er þannig að hann eða hún öskrar stöðugt á þig í hvert sinn sem þú gerir mistök og dregur úr, það sem á ensku er kallað „empowerment“ þá mun það hafa áhrif“. Slæm vinnumenning mikill streituvaldur Vinnumenning er stór áhrifaþáttur þegar kemur að streitu segir Árelía sem bætir við að yfirmenn hafa mikið um það að segja hvernig vinnumenning er við lýði. „Sýnir fólk samhygð? Er þetta þannig að ef það er mikið álag á þér og þú ert að takast á við eitthvað erfitt í þínu lífi að þá fáirðu samhygð samstarfsmanna?“Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir að fyrirtæki þurfi að gæta að því að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld.vísir/gettyTaka þurfi mið af fjölbreyttum einstaklingum innan starfsliðsins Árelía segir að yfirmenn verði í auknum mæli að horfa til fjölbreytileika innan starfsmannahópsins. Það sé ekki hægt að stýra fyrirtækjum eins og allir starfsmenn séu eins og hafi sömu þarfir. „Þess vegna þurfa stjórnendur þjálfun. „Intróvertar“ í opnu rými eiga bágt og „extrovertar“ í lokuðu rými eiga bágt og sumir eru svakalega nákvæmir og dafna vel í umhverfi þar sem nákvæmni er krafist og aðrir „fríka út“ þegar þeir þurfa að vera of nákvæmir,“ segir Árelía. Taka þurfi í auknum mæli mið af þörfum starfsfólksins þannig að því líði sem best í vinnunni. „Við erum mismunandi frá náttúrunnar hendi; hvernig vinnustaðamóral og stjórnunarhætti við þolum. Það þarf að taka tillit til þess.“ Aðspurð segir Árelía að íslensk fyrirtæki séu í auknum mæli að átta sig á umfangi vandans. Fyrirtæki séu farin að hanna vinnuaðstöðuna með hag starfsfólks í fyrirrúmi eins og að útbúa sérstakt hugleiðsluherbergi. Þá séu stjórnendur farnir að flétta núvitundarþjálfun inn í vinnudaginn. Fyrir utan þjáningu starfsfólksins sem glímir við kulnun í starfi sé það „brjálæðislega dýrt“ bæði fyrir samfélagið og fyrirtæki að fólk hrökklist úr starfi af þessum sökum. „Þú vilt halda í fólkið sem hefur þessa framleiðni, hefur jákvæð áhrif á aðra og hefur kunnáttu og færni sem þarf til. Ef þetta fólk er að fara þá ertu með stjórnunarvandamál,“ segir Árelía sem segir þjálfun yfirmanna lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. Leiðtogafærni sé ekki meðfædd heldur færni sem fólk öðlist með þjálfun.
Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent