Móðir lögsækir bresk stjórnvöld til að koma í veg fyrir dauðadóm í Bandaríkjunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 21:39 Gasklefi í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira