Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:14 Sean Parker stofnaði Napster árið 1999. vísir/getty Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15
Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00