187 slösuðust og eru 71 enn á sjúkrahúsi.
Einn íbúi þorpsins Mati, sem varð hvað verst úti, lýsti aðfaranótt þriðjudagsins, sem helvíti á jörðu. Eftirlifendur hafa lýst því hvernig heilu fjölskyldurnar brunnu inn á heimilum þeirra. Byggingarfræðingar munu hafa skoðað um 2.500 byggingar á svæðinu og er um helmingur þeirra óíbúðarhæfur.
Mörg líkanna eru verulega illa farin og er einungis búið að bera kennsl á um 30 þeirra. Fjölskyldur þeirra sem saknað er hafa verið beðnar um að veita lífsýni til aðstoðar.
Sorg hefur nú breyst í reiði, sem beinist að miklu leiti að yfirvöldum Grikklands. Meðal þess sem íbúar kvarta yfir er að þau hafi ekki verið flutt á brott, löngu áður en eldurinn barst til þorpanna. Embættismenn segja þó að hraður og ófyrirsjáanlegur vindur hafi gert brottflutning erfiðan og jafnvel ómögulegan.