Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Kvikmyndin Murder Mystery er tekin upp í Kanada og á Ítalíu. „Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein