Eru víkingar að verða væluskjóður? Geir Finnsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun