Tónlist

Imogen Heap og Guy Sigsworth með tónleika í Háskólabíói

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Imogen Heap, söngkona og lagahöfundur er væntanleg til landsins.
Imogen Heap, söngkona og lagahöfundur er væntanleg til landsins.
Tónlistartvíeykið Frou Frou sem samanstendur af Imogen Heap og Guy Sigsworth heldur tónleika í Háskólabíó 9. október næstkomandi. Miðasala hefst 30 júlí.

Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari hjá Tónleikum, segir að Imogen Heap hafi lengi haft áhuga á því að koma til íslands. Hann segir að umboðsmenn hennar hefðu haft samband við sig varðandi mögulegt tónleikahald á Íslandi.

„Það er sjaldan sem aðilar í útlöndum hafa samband við litla tónleikahaldara á litla Íslandi. Það eru venjulega við sem erum að væla í þeim en þeir höfðu samband við mig,“ segir Guðbjartur glaður í bragði.

Imogen Heap og Guy Sigsworth gáfu út plötuna Details árið 2002 en ákváðu að skilja leiðir ári síðar í þeim tilgangi að hlúa að sjálfstæðri tónlistarsköpun sinni. Ákvörðunin var tekin í mikilli vinsemd.

Það var síðan í nóvember 2017 sem tvíeykið tilkynnti að Heap og Sigsworth hygðust koma saman á ný og í framhaldi af því var ákveðið að þau færu saman á tónleikaferðalag um heiminn.

Imogen Heap hefur tvívegis hlotið Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.