Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 17:30 Haraldur Franklín er mættur frá Skotlandi og keppir á Íslandsmótinu um helgina. vísir/getty Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar. Golf Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar.
Golf Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira