Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2018 10:38 Fulltrúar minnihlutans höfðu heyrt orðróm um veikindi og spurðust því fyrir hver ástæðan væri fyrir fjarveruna. Svarið var sumarfrí. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að minnihlutinn hefði ekki lagt fram bókun er sneri að gagnrýni á fjarveru Dags B. Eggertssonar, borgarstjórans í Reykjavík, á fundi borgarráðs í síðustu viku hefðu upplýsingar um veikindi hans legið fyrir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist hafa heyrt orðróm um veikindi borgarstjóra og því hafi verið óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaða fjarveru hans. Svörin voru skýr. Hann væri í sumarfríi. Minnihlutinn í borginni var allt annað en sáttur við fjarveru borgarstjórans. Var fjarveran gagnrýnd í aðdraganda síðasta fundar borgarráðs fyrir sumarfrí síðastliðinn fimmtudag. Á fundinum var lögð fram bókun þar sem borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sögðu það óásættanlegt að borgarstjóri væri fjarverandi á síðasta reglulega fundi borgarráðs. „Það er sérstaklega ámælisvert í ljósi þeirra alvarlegu mála sem upp hafa komið síðustu daga sem brýnt er að fjallað sé um áður en borgarráð fer í sumarfrí.“Auðvitað velti ég fyrir mér hvort það sé að koma í bakið á mér núna að hafa ekki farið rólegar í sakirnar í vetur í stað þess að halda fullri ferð í vinnunni, sagði Dagur í viðtalinu í Fréttablaðinu.Fréttablaðið/Anton BrinkÓljós orðrómur svo þau spurðust fyrir Um er að ræða álit umboðsmanns Alþingis um vanda heimilislausra í borginni, dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi borgina til að greiða starfsmanni skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra borgarinnar og úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna brots á lögum við ráðningu á borgarlögmanni. Voru málin til umræðu á fundinum og svaraði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, fyrir hönd borgarstjóra á fundinum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri upplýsti í viðtali í Fréttablaðinu á laugardaginn að hann væri með gigtarsjúkdóm. Hann væri farinn að ganga með staf og ætti erfitt með svefn vegna verkja. Vigdís Hauksdóttir, sem var sérlega gagnrýnin á fyrirhugaða fjarveru borgarstjóra, segir gagnrýni sína varðandi málin þrjú að sjálfsögðu eiga rétt á sér. Minnihlutinn hefði þó ekki lagt fram bókunina með gagnrýni á fjarveru Dags hefði legið fyrir að hann glímdi við veikindi. Kolbrún Baldursdóttir tekur undir þetta. „Við vorum búin að heyra orðróm, þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum,“ segir Kolbrún. Hvort hann væri í sumarfríi eða einhver önnur ástæða væri fyrir fjarverunni.Kolbrún Baldursdóttir minnir á að borgarfulltrúar séu gott fólk og vilji málefnalega umræðu.Vísir/VilhelmMannlegt og gott fólk „Við myndum alls ekki vilja vera að koma með fjarverukvörtun ef maðurinn er veikur. Svarið var bara að hann væri í sumarfríi. Það hefði vel verið hægt að segja að hann væri í sumarfríi en væri búinn að glíma við veikindi,“ segir Kolbrún. Hún undirstrikar að þótt fólk sé ósammála í pólitík og takist á þá þyki borgarfulltrúum vænt hvert um annað. „Við erum mannleg og gott fólk. Við viljum hafa þetta málefnalegt.“ Undir þetta tekur Eyþór Arnalds í samtali við Mbl.is. „Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata og að meðferðin gangi vel.“ Vigdís minnir á að málin þrjú séu engu að síður grafalvarleg. „Við hefðum tekið þau mál jafnföstum tökum því þau eru áfellisdómur yfir borginni,“ segir Vigdís og er hugsi yfir því að málin þrjú komi upp á svo til sama tíma. Eftir að nýr meirihluti hefur verið myndaður. „Það er skrýtið og mjög tilviljanakennt að þetta skuli allt koma upp eftir borgarstjórnarkosningar og eftir að búið er að mynda nýjan meirihluta.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að minnihlutinn hefði ekki lagt fram bókun er sneri að gagnrýni á fjarveru Dags B. Eggertssonar, borgarstjórans í Reykjavík, á fundi borgarráðs í síðustu viku hefðu upplýsingar um veikindi hans legið fyrir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist hafa heyrt orðróm um veikindi borgarstjóra og því hafi verið óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaða fjarveru hans. Svörin voru skýr. Hann væri í sumarfríi. Minnihlutinn í borginni var allt annað en sáttur við fjarveru borgarstjórans. Var fjarveran gagnrýnd í aðdraganda síðasta fundar borgarráðs fyrir sumarfrí síðastliðinn fimmtudag. Á fundinum var lögð fram bókun þar sem borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sögðu það óásættanlegt að borgarstjóri væri fjarverandi á síðasta reglulega fundi borgarráðs. „Það er sérstaklega ámælisvert í ljósi þeirra alvarlegu mála sem upp hafa komið síðustu daga sem brýnt er að fjallað sé um áður en borgarráð fer í sumarfrí.“Auðvitað velti ég fyrir mér hvort það sé að koma í bakið á mér núna að hafa ekki farið rólegar í sakirnar í vetur í stað þess að halda fullri ferð í vinnunni, sagði Dagur í viðtalinu í Fréttablaðinu.Fréttablaðið/Anton BrinkÓljós orðrómur svo þau spurðust fyrir Um er að ræða álit umboðsmanns Alþingis um vanda heimilislausra í borginni, dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi borgina til að greiða starfsmanni skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra borgarinnar og úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna brots á lögum við ráðningu á borgarlögmanni. Voru málin til umræðu á fundinum og svaraði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, fyrir hönd borgarstjóra á fundinum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri upplýsti í viðtali í Fréttablaðinu á laugardaginn að hann væri með gigtarsjúkdóm. Hann væri farinn að ganga með staf og ætti erfitt með svefn vegna verkja. Vigdís Hauksdóttir, sem var sérlega gagnrýnin á fyrirhugaða fjarveru borgarstjóra, segir gagnrýni sína varðandi málin þrjú að sjálfsögðu eiga rétt á sér. Minnihlutinn hefði þó ekki lagt fram bókunina með gagnrýni á fjarveru Dags hefði legið fyrir að hann glímdi við veikindi. Kolbrún Baldursdóttir tekur undir þetta. „Við vorum búin að heyra orðróm, þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum,“ segir Kolbrún. Hvort hann væri í sumarfríi eða einhver önnur ástæða væri fyrir fjarverunni.Kolbrún Baldursdóttir minnir á að borgarfulltrúar séu gott fólk og vilji málefnalega umræðu.Vísir/VilhelmMannlegt og gott fólk „Við myndum alls ekki vilja vera að koma með fjarverukvörtun ef maðurinn er veikur. Svarið var bara að hann væri í sumarfríi. Það hefði vel verið hægt að segja að hann væri í sumarfríi en væri búinn að glíma við veikindi,“ segir Kolbrún. Hún undirstrikar að þótt fólk sé ósammála í pólitík og takist á þá þyki borgarfulltrúum vænt hvert um annað. „Við erum mannleg og gott fólk. Við viljum hafa þetta málefnalegt.“ Undir þetta tekur Eyþór Arnalds í samtali við Mbl.is. „Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata og að meðferðin gangi vel.“ Vigdís minnir á að málin þrjú séu engu að síður grafalvarleg. „Við hefðum tekið þau mál jafnföstum tökum því þau eru áfellisdómur yfir borginni,“ segir Vigdís og er hugsi yfir því að málin þrjú komi upp á svo til sama tíma. Eftir að nýr meirihluti hefur verið myndaður. „Það er skrýtið og mjög tilviljanakennt að þetta skuli allt koma upp eftir borgarstjórnarkosningar og eftir að búið er að mynda nýjan meirihluta.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22