Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Ljósmæður og stuðningsmenn hafa látið í sér heyra að undanförnu. Nú er yfirvinnubanni lokið, að minnsta kosti í bili. Forstjóri Landspítalans vonast til að sem flestar ljósmæður dragi uppsagnir sínar til baka. Fréttablaðið/AntonBrink Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent