"Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur. Grundarfjörður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur.
Grundarfjörður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira