Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 1-0 | Óskar Örn stöðvaði Stjörnuna Einar Sigurvinsson á Alvogen-vellinum í Vesturbænum skrifar 22. júlí 2018 20:30 Óskar Örn var hetjan í dag. vísir/bára KR hafði betur gegn Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í Frostaskjóli og lauk með 1-0 sigri KR. KR batt þar með enda á sigurgöngu Stjörnunni en fyrir leikinn í dag voru Garðbæingarnir á toppi deildarinnar og búnir að vinna síðustu sex leiki sína í röð. Fyrri hálfeikur var fjörugur var fjörugur og ljóst að hjá báðum liðum var ekkert annað í boði en sigur. Fyrsta færi leiksins kom eftir sjö mínútna leik þegar Óskar Örn Hauksson kom boltanum fyrir markið á Pálma Rafn Pálmason, sem skallaði boltann framhjá. Skömmu síðar áttu Stjörnumenn nánast alveg eins sókn, en þá skallaði Guðmundur Steinn boltann rétt framhjá markinu. Liðin héldu áfram að sækja og áttu bæði lið ágætis sóknir en eftir hálftíma leik kom eina mark leiksins. Brotið var þá André Bjerregaard og fengu KR-ingar aukaspyrnu á besta stað, beint á móti markinu, rétt fyrir utan teig. Úr aukaspyrnunni skoraði Óskar Örn Hauksson en hann kom boltanum fast upp í hægra hornið, óverjandi fyrir Harald Björnsson í markinu. Stjarnan sótti stíft í seinni hálfleik en KR-ingar spiluðu þéttan varnarleik og gekk gestunum illa að skapa sér hættuleg færi. Að lokum var dugði eitt mark til sigurs fyrir KR-inga, en þetta var fyrsti leikurinn í sumar sem Stjarnan nær ekki að skora.Af hverju vann KR leikinn? Þökk sé öflugum varnarleik KR-inga tókst þeim að vera fyrsta liðið til þess að halda markinu hreinu á móti Stjörnunni í sumar og er sigurinn því fyllilega verðskuldaður. KR-ingar áttu einnig þó nokkrar hættulegar skyndisóknir og þó svo að eina mark þeirra hafi komið úr aukaspyrnu, hefðu þeir vel getað skorað fleiri mörk í leiknum.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson var frábær í liði KR. Fyrir utan að skora glæsilegt sigurmark leiksins skapaði hann nokkur hættuleg færi fyrir samherja sínum með góðum sendingum. Einnig verður að nefna varnarmenn KR, þá Gunnar Þór og Aron Bjarka sem tókst að halda markahæsta liði deildarinnar í skefjum. Í liði Stjörnunnar var Baldur Sigurðsson öflugur. Hann átti þó nokkur hættuleg skot á markið auk þess að reyna ávallt að finna sóknarmenn sína. Haraldur Björnsson átti einnig mjög góðan leik í markinu og er lítið hægt að skamma hann fyrir tapið.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var jafnaðist ekki á við það sem við höfum fengið að sjá í sumar. Hann virkaði hugmyndasnauður og komu hættulegustu færin eftir langar sendingar eða fyrirgjafir. Einnig var markahæsta maður deildarinnar, Hilmar Árna Halldórsson, ekki sjálfum sér líkur í dag og virtist aldrei takast að ná takti við leikinn.Hvað gerist næst? Það er stór leikur fram undan í Garðabænum, en næsta fimmtudag tekur Stjarnan á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Evrópudeildarinnar. Næsti leikur KR-inga er gegn Grindavík, þann 30. júlí. Það er leikur sem bæði lið verða að vinna, ætli þau sér að komast í keppnina sem Stjarnan er nú að undirbúa sig fyrir, á næsta ári. Rúnar: Við þurfum að vinna fleiri leikiRúnar Kristinsson.vísir/ernir„Ég er ánægður með að fá þrjú stig og að halda markinu okkar hreinu á móti jafn sterku liði og Stjarnan er. Strákarnir lögðu mikla vinnu í þetta og börðust fyrir þessum þremur stigum,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í leikslok. „Ég er ótrúlega sáttur með að við náum að vinna annan leikinn í röð, í fyrsta skipti á þessu ári.“ Rúnar segir það hafa verið virkilega mikilvægt að ná að vinna Stjörnuna í dag. „Þessi sigur sýnir okkur og strákunum það sem ég vissi, við erum með gott lið í höndunum. Við höfum bara þurft tíma til að slípa þetta saman. Við getum unnið bestu liðin.“ „Ég hef sagt það áður, við vorum mjög óheppnir að hafa missa niður sigur á móti Val og við vorum mjög óheppnir að missa niður sigur á móti FH. Við erum að standast þessum bestu liðum snúning.“ Hann segir þó að vantað hafi upp á herslumuninn í leik sinna manna. „Okkur hefur vantað það er að klára leikina og sigla heim þessum þremur stigum. Það vonandi kemur með tíð og tíma. Við erum að byggja upp lið og erum á réttri leið. Núna erum við búnir að vinna tvo leiki í röð.“ Rúnar segir að nú þurfi liðið að halda áfram, tveir sigurleikir í röð eigi ekki að vera fagnaðarefni. „Við þurfum að bæta okkur. Við getum ekki verið sáttir með það að vinna einn eða tvo leiki í einu, við þurfum að vinna fleiri leiki. Eins og Stjarnan gerði áður en þeir komu hingað. Það er eitthvað sem við þurfum að gera ef við ætlum að blanda okkur í toppbaráttu.“ Aðspurður hversu raunhæft það sé fyrir KR að byrja tengja saman sigra er Rúnar þó efins. „Ég veit það ekki. Eins og ég segi, við erum með nýtt lið. Það getur farið upp og niður. Þú getur átt nokkra góða daga í röð og svo geturðu dottið niður á lægra plan.“ „Við þurfum að halda okkur á þessu háa góða stigi sem við erum á núna í augnablikinu. Ef við getum gert það getum við kannski ennþá meira blandað okkur ennþá meira inn í Evrópusætiskeppnina,“ sagði Rúnar að lokum. Rúnar Páll: Verðum að læra að tapaRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.„Það eru vonbrigði að hafa ekki spilað betur í þessum leik. Við spiluðum svosem ágætlega í seinni hálfleik og settum þrýsting á þá, en fyrstu 35 mínúturnar voru ekki góðar af okkar hálfu. Við spiluðum ekki góðan bolta,“ sagði þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, í leikslok. Stjarnan var að spila Evrópuleik í Finnlandi fyrir þremur dögum síðan, en Rúnar segir það ekki átt að hafa nein áhrif á leikinn í dag. „Mér er alveg sama um það. Við erum að æfa allan veturinn til að vera í standi fyrir svona álag. Menn þurfa bara að vera tilbúnir í það. Það þýðir ekkert að væla.“ Hann var þó ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum. „Við komum af krafti inn í seinni hálfleik og sýndum aðeins meira öryggi. Sköpuðum okkur kannski tvö færi og mikið að föstum leikatriðum og hornum. Svo fékk Þorsteinn dauðafæri til að jafna í lokinn.“ „En svona er þetta, við verðum að læra að tapa og tækla það. Við höfum ekki tíma til að svekkja okkur.“ Þetta var fyrsti deildarleikurinn í sumar þar sem Stjarnan nær ekki að skora og hrósar Rúnar varnarleik KR-inga. „Við fengum alveg færi til þess að skora en KR-ingarnir vörðust vel. Við náðum bara ekki að nýta okkar styrkleika í sókninni, því miður.“ Næsti leikur Stjörnunnar er á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Evrópudeildarinnar og leggst það verkefni vel í Rúnar. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Evrópukeppni og fá svona stórlið. Við gleymum þessum leik, þessi leikur er búinn og við breytum honum ekki. En við getum aftur á móti spilað vel á fimmtudaginn og gert eitthvað skemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Óskar Örn: Við unnum toppliðið, held égÓskar Örn Hauksson.vísir/bára„Ég er hrikalega ánægður. Núna erum við bara komnir í alvöru pakka, þar sem við ætlum að vera,“ sagði markaskorarinn Óskar Örn Hauksson eftir 1-0 sigur KR á Stjörnunni í dag. Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem KR nær að vinna tvo leiki í röð og segir Óskar sigurinn í dag hafa vera gríðarlega mikilvægan. „Við náum loksins tveimur leikjum í röð. Við unnum toppliðið, held ég, ég er reyndar ekkert búinn að vera að kíkja mikið á töfluna. Við erum búnir að vera að missa leiki hér og þar, sem er dýrt. Við erum búnir að vera nálægt þessu, en núna sýndum við að við viljum vera þarna og við ætlum að vera þarna.“ Eftir markið í dag hefur Óskari tekist að skora síðustu 15. tímabilum í röð í efstu deild. Hann tekur afrekinu af mikilli hófsemi, en var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu. „Hún var bara ágæt. Þeir lágu mikið á okkur, en þetta var bara allt í lagi leikur.“ Þetta var fyrsti leikurinn í sumar þar sem Stjarnan nær ekki að skora og var hann því að vonum ánægður með varnavinnu liðsins í dag. „Þeir spila svona stórkallabolta, en þeir sköpuðu í rauninni engin færi. Varnarlega vorum við mjög flottir.“ Næsti leikur KR er gegn Grindavík og segir Óskar gríðarlega mikilvægt að halda sigurgöngunni áfram. „Það skiptir bara öllu. Stemningin og allt þegar illa gengur er ekkert sérstök. Við viljum auðvitað vinna alla leiki og það er bara næsti leikur,“ sagði Óskar Örn að lokum. Pepsi Max-deild karla
KR hafði betur gegn Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í Frostaskjóli og lauk með 1-0 sigri KR. KR batt þar með enda á sigurgöngu Stjörnunni en fyrir leikinn í dag voru Garðbæingarnir á toppi deildarinnar og búnir að vinna síðustu sex leiki sína í röð. Fyrri hálfeikur var fjörugur var fjörugur og ljóst að hjá báðum liðum var ekkert annað í boði en sigur. Fyrsta færi leiksins kom eftir sjö mínútna leik þegar Óskar Örn Hauksson kom boltanum fyrir markið á Pálma Rafn Pálmason, sem skallaði boltann framhjá. Skömmu síðar áttu Stjörnumenn nánast alveg eins sókn, en þá skallaði Guðmundur Steinn boltann rétt framhjá markinu. Liðin héldu áfram að sækja og áttu bæði lið ágætis sóknir en eftir hálftíma leik kom eina mark leiksins. Brotið var þá André Bjerregaard og fengu KR-ingar aukaspyrnu á besta stað, beint á móti markinu, rétt fyrir utan teig. Úr aukaspyrnunni skoraði Óskar Örn Hauksson en hann kom boltanum fast upp í hægra hornið, óverjandi fyrir Harald Björnsson í markinu. Stjarnan sótti stíft í seinni hálfleik en KR-ingar spiluðu þéttan varnarleik og gekk gestunum illa að skapa sér hættuleg færi. Að lokum var dugði eitt mark til sigurs fyrir KR-inga, en þetta var fyrsti leikurinn í sumar sem Stjarnan nær ekki að skora.Af hverju vann KR leikinn? Þökk sé öflugum varnarleik KR-inga tókst þeim að vera fyrsta liðið til þess að halda markinu hreinu á móti Stjörnunni í sumar og er sigurinn því fyllilega verðskuldaður. KR-ingar áttu einnig þó nokkrar hættulegar skyndisóknir og þó svo að eina mark þeirra hafi komið úr aukaspyrnu, hefðu þeir vel getað skorað fleiri mörk í leiknum.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson var frábær í liði KR. Fyrir utan að skora glæsilegt sigurmark leiksins skapaði hann nokkur hættuleg færi fyrir samherja sínum með góðum sendingum. Einnig verður að nefna varnarmenn KR, þá Gunnar Þór og Aron Bjarka sem tókst að halda markahæsta liði deildarinnar í skefjum. Í liði Stjörnunnar var Baldur Sigurðsson öflugur. Hann átti þó nokkur hættuleg skot á markið auk þess að reyna ávallt að finna sóknarmenn sína. Haraldur Björnsson átti einnig mjög góðan leik í markinu og er lítið hægt að skamma hann fyrir tapið.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var jafnaðist ekki á við það sem við höfum fengið að sjá í sumar. Hann virkaði hugmyndasnauður og komu hættulegustu færin eftir langar sendingar eða fyrirgjafir. Einnig var markahæsta maður deildarinnar, Hilmar Árna Halldórsson, ekki sjálfum sér líkur í dag og virtist aldrei takast að ná takti við leikinn.Hvað gerist næst? Það er stór leikur fram undan í Garðabænum, en næsta fimmtudag tekur Stjarnan á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Evrópudeildarinnar. Næsti leikur KR-inga er gegn Grindavík, þann 30. júlí. Það er leikur sem bæði lið verða að vinna, ætli þau sér að komast í keppnina sem Stjarnan er nú að undirbúa sig fyrir, á næsta ári. Rúnar: Við þurfum að vinna fleiri leikiRúnar Kristinsson.vísir/ernir„Ég er ánægður með að fá þrjú stig og að halda markinu okkar hreinu á móti jafn sterku liði og Stjarnan er. Strákarnir lögðu mikla vinnu í þetta og börðust fyrir þessum þremur stigum,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í leikslok. „Ég er ótrúlega sáttur með að við náum að vinna annan leikinn í röð, í fyrsta skipti á þessu ári.“ Rúnar segir það hafa verið virkilega mikilvægt að ná að vinna Stjörnuna í dag. „Þessi sigur sýnir okkur og strákunum það sem ég vissi, við erum með gott lið í höndunum. Við höfum bara þurft tíma til að slípa þetta saman. Við getum unnið bestu liðin.“ „Ég hef sagt það áður, við vorum mjög óheppnir að hafa missa niður sigur á móti Val og við vorum mjög óheppnir að missa niður sigur á móti FH. Við erum að standast þessum bestu liðum snúning.“ Hann segir þó að vantað hafi upp á herslumuninn í leik sinna manna. „Okkur hefur vantað það er að klára leikina og sigla heim þessum þremur stigum. Það vonandi kemur með tíð og tíma. Við erum að byggja upp lið og erum á réttri leið. Núna erum við búnir að vinna tvo leiki í röð.“ Rúnar segir að nú þurfi liðið að halda áfram, tveir sigurleikir í röð eigi ekki að vera fagnaðarefni. „Við þurfum að bæta okkur. Við getum ekki verið sáttir með það að vinna einn eða tvo leiki í einu, við þurfum að vinna fleiri leiki. Eins og Stjarnan gerði áður en þeir komu hingað. Það er eitthvað sem við þurfum að gera ef við ætlum að blanda okkur í toppbaráttu.“ Aðspurður hversu raunhæft það sé fyrir KR að byrja tengja saman sigra er Rúnar þó efins. „Ég veit það ekki. Eins og ég segi, við erum með nýtt lið. Það getur farið upp og niður. Þú getur átt nokkra góða daga í röð og svo geturðu dottið niður á lægra plan.“ „Við þurfum að halda okkur á þessu háa góða stigi sem við erum á núna í augnablikinu. Ef við getum gert það getum við kannski ennþá meira blandað okkur ennþá meira inn í Evrópusætiskeppnina,“ sagði Rúnar að lokum. Rúnar Páll: Verðum að læra að tapaRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.„Það eru vonbrigði að hafa ekki spilað betur í þessum leik. Við spiluðum svosem ágætlega í seinni hálfleik og settum þrýsting á þá, en fyrstu 35 mínúturnar voru ekki góðar af okkar hálfu. Við spiluðum ekki góðan bolta,“ sagði þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, í leikslok. Stjarnan var að spila Evrópuleik í Finnlandi fyrir þremur dögum síðan, en Rúnar segir það ekki átt að hafa nein áhrif á leikinn í dag. „Mér er alveg sama um það. Við erum að æfa allan veturinn til að vera í standi fyrir svona álag. Menn þurfa bara að vera tilbúnir í það. Það þýðir ekkert að væla.“ Hann var þó ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum. „Við komum af krafti inn í seinni hálfleik og sýndum aðeins meira öryggi. Sköpuðum okkur kannski tvö færi og mikið að föstum leikatriðum og hornum. Svo fékk Þorsteinn dauðafæri til að jafna í lokinn.“ „En svona er þetta, við verðum að læra að tapa og tækla það. Við höfum ekki tíma til að svekkja okkur.“ Þetta var fyrsti deildarleikurinn í sumar þar sem Stjarnan nær ekki að skora og hrósar Rúnar varnarleik KR-inga. „Við fengum alveg færi til þess að skora en KR-ingarnir vörðust vel. Við náðum bara ekki að nýta okkar styrkleika í sókninni, því miður.“ Næsti leikur Stjörnunnar er á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Evrópudeildarinnar og leggst það verkefni vel í Rúnar. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Evrópukeppni og fá svona stórlið. Við gleymum þessum leik, þessi leikur er búinn og við breytum honum ekki. En við getum aftur á móti spilað vel á fimmtudaginn og gert eitthvað skemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Óskar Örn: Við unnum toppliðið, held égÓskar Örn Hauksson.vísir/bára„Ég er hrikalega ánægður. Núna erum við bara komnir í alvöru pakka, þar sem við ætlum að vera,“ sagði markaskorarinn Óskar Örn Hauksson eftir 1-0 sigur KR á Stjörnunni í dag. Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem KR nær að vinna tvo leiki í röð og segir Óskar sigurinn í dag hafa vera gríðarlega mikilvægan. „Við náum loksins tveimur leikjum í röð. Við unnum toppliðið, held ég, ég er reyndar ekkert búinn að vera að kíkja mikið á töfluna. Við erum búnir að vera að missa leiki hér og þar, sem er dýrt. Við erum búnir að vera nálægt þessu, en núna sýndum við að við viljum vera þarna og við ætlum að vera þarna.“ Eftir markið í dag hefur Óskari tekist að skora síðustu 15. tímabilum í röð í efstu deild. Hann tekur afrekinu af mikilli hófsemi, en var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu. „Hún var bara ágæt. Þeir lágu mikið á okkur, en þetta var bara allt í lagi leikur.“ Þetta var fyrsti leikurinn í sumar þar sem Stjarnan nær ekki að skora og var hann því að vonum ánægður með varnavinnu liðsins í dag. „Þeir spila svona stórkallabolta, en þeir sköpuðu í rauninni engin færi. Varnarlega vorum við mjög flottir.“ Næsti leikur KR er gegn Grindavík og segir Óskar gríðarlega mikilvægt að halda sigurgöngunni áfram. „Það skiptir bara öllu. Stemningin og allt þegar illa gengur er ekkert sérstök. Við viljum auðvitað vinna alla leiki og það er bara næsti leikur,“ sagði Óskar Örn að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti