Hefði viljað sjá atkvæðagreiðslu hjá ljósmæðrum um miðlunartillögu sáttasemjara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:13 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. fréttablaðið/anton brink Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa vonast til þess félagsmenn Ljósmæðrafélagi Íslands fengju að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, óskaði eftir því á fundi með samninganefndum ríkisins og ljósmæðra að fá að leggja fram miðlunartillögu en kjaranefnd ljósmæðra hafnaði því. Hefðu samninganefndirnar samþykkt að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu hefði annars vegar þurft að samþykkja hana hjá fjármálaráðuneytinu og hins vegar af félagsmönnum í Ljósmæðrafélaginu.Lagt til að ágreiningur um launasetningu færi í gerðardóm Í tillögunni fólst annars vegar kjarasamningur sem falið hefði í sér sömu hækkanir og samningur sem ljósmæður felldu í byrjun sumars. Hins vegar var lagt til að ágreiningi um launasetningu ljósmæðra yrði vísað til gerðardóms. „Þarna er um skammtímasamning að ræða en um leið er ákveðin vinna sett í gang vegna launasetningarinnar og mismunar á milli stofnana,“ segir Katrín og bætir við: „Ég hefði viljað sjá þessa tillögu ganga til atkvæða hjá félagsmönnum í Ljósmæðrafélaginu.“Fjórði í yfirvinnubanni Yfirvinnubann ljósmæðra hefur nú verið í gildi í tæpa þrjá sólarhringa. Þá hefur fjöldi ljósmæðra sagt upp störfum á Landspítalanum og tóku uppsagnir tólf þeirra gildi um síðustu mánaðamót. Vegna þessa hefur neyðarástand skapast á spítalanum. Hafa stjórnendur hans því ekki aðeins gripið til aðgerðaáætlunar heldur var í dag meðgöngu- og sængurlegudeild lokað auk þess sem fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna, sem jafnan er gerð á 12. viku, falla niður. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35 Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina Semjum við ljósmæður strax! 20. júlí 2018 08:41 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa vonast til þess félagsmenn Ljósmæðrafélagi Íslands fengju að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, óskaði eftir því á fundi með samninganefndum ríkisins og ljósmæðra að fá að leggja fram miðlunartillögu en kjaranefnd ljósmæðra hafnaði því. Hefðu samninganefndirnar samþykkt að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu hefði annars vegar þurft að samþykkja hana hjá fjármálaráðuneytinu og hins vegar af félagsmönnum í Ljósmæðrafélaginu.Lagt til að ágreiningur um launasetningu færi í gerðardóm Í tillögunni fólst annars vegar kjarasamningur sem falið hefði í sér sömu hækkanir og samningur sem ljósmæður felldu í byrjun sumars. Hins vegar var lagt til að ágreiningi um launasetningu ljósmæðra yrði vísað til gerðardóms. „Þarna er um skammtímasamning að ræða en um leið er ákveðin vinna sett í gang vegna launasetningarinnar og mismunar á milli stofnana,“ segir Katrín og bætir við: „Ég hefði viljað sjá þessa tillögu ganga til atkvæða hjá félagsmönnum í Ljósmæðrafélaginu.“Fjórði í yfirvinnubanni Yfirvinnubann ljósmæðra hefur nú verið í gildi í tæpa þrjá sólarhringa. Þá hefur fjöldi ljósmæðra sagt upp störfum á Landspítalanum og tóku uppsagnir tólf þeirra gildi um síðustu mánaðamót. Vegna þessa hefur neyðarástand skapast á spítalanum. Hafa stjórnendur hans því ekki aðeins gripið til aðgerðaáætlunar heldur var í dag meðgöngu- og sængurlegudeild lokað auk þess sem fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna, sem jafnan er gerð á 12. viku, falla niður.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35 Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina Semjum við ljósmæður strax! 20. júlí 2018 08:41 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00
Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. 19. júlí 2018 15:35
Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina Semjum við ljósmæður strax! 20. júlí 2018 08:41