Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar. Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar.
Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45