Valdís Þóra: Völlurinn mýkri en í Skotlandi Anton Ingi Leifsson skrifar 31. júlí 2018 19:15 Valdís er spennt fyrir helginni. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina. Valdís Þóra var við keppni á Opna skoska um síðustu helgi en komst þar ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan fyrsta hring. Hún fór beint frá Opna skoska yfir til Englands þar sem hún hefur æft síðustu daga og er spennt fyrir komandi dögum á þessu risamóti. „Tilfinningin er bara fín og það er gaman að vera komin hingað á þetta risamót,“ segir Valdís Þóra i samtali við Golf.is. „Royal Lytham & St Annes er í hæsta gæðaflokki. Hann er aðeins mýkri en völlurinn í síðasta móti í Skotlandi.” „Það hefur rignt aðeins hérna s.l. daga. Völlurinn er með nokkrar langar par 4 holur og einnig nokkrar stuttar par 4. Markmiðið er að spila eins og vel og hægt er, og vonandi verður skorið gott.” Þetta er annað risamót Valdísar á ferlinum en hún spilaði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hún verður með kylfubera frá Skotlandi. „Ég verð með kylfubera frá Skotlandi en hann var með mér í síðustu viku á mótinu í Skotlandi. Hann heitir Paul MacMichael og starfar sem kylfuberi á Gleneagles vellinum í Skotlandi,“ sagði Valdís. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina. Valdís Þóra var við keppni á Opna skoska um síðustu helgi en komst þar ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan fyrsta hring. Hún fór beint frá Opna skoska yfir til Englands þar sem hún hefur æft síðustu daga og er spennt fyrir komandi dögum á þessu risamóti. „Tilfinningin er bara fín og það er gaman að vera komin hingað á þetta risamót,“ segir Valdís Þóra i samtali við Golf.is. „Royal Lytham & St Annes er í hæsta gæðaflokki. Hann er aðeins mýkri en völlurinn í síðasta móti í Skotlandi.” „Það hefur rignt aðeins hérna s.l. daga. Völlurinn er með nokkrar langar par 4 holur og einnig nokkrar stuttar par 4. Markmiðið er að spila eins og vel og hægt er, og vonandi verður skorið gott.” Þetta er annað risamót Valdísar á ferlinum en hún spilaði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hún verður með kylfubera frá Skotlandi. „Ég verð með kylfubera frá Skotlandi en hann var með mér í síðustu viku á mótinu í Skotlandi. Hann heitir Paul MacMichael og starfar sem kylfuberi á Gleneagles vellinum í Skotlandi,“ sagði Valdís.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira