Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2018 13:34 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. VÍSIR/ANTON BRINK Pia Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, sakar Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, um að ala á sundrungu. Þetta segir Pia í grein sem birt er á danska vefnum Information en um er að ræða svar hennar við grein Guðmundur Andra sem birt var á sama vef. Sú grein birtist fyrst á íslensku á vef Kjarnans. Í grein sinni segir Guðmundur Andri að Pia hefði ekki verið heppilegur fulltrúi dönsku þjóðarinnar á fullveldishátíðinni á Þingvöllum. Hann segir Piu hafa málað skrattann á vegginn árum saman í tali sínu um innflytjendur og ekki dregið af sér, síst af öllu hagað málflutningi sínum af kurteisi. „Með orðum sínum hefur hún átt ríkan þátt í því að skapa andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður,“ skrifar Guðmundur.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/EyþórTelur viðbrögð Piu athyglisverð Hann segir viðbrögð Piu við hófsömum mótmælum vegna veru hennar á fullveldishátíðinni hafa verið afar athyglisverð. Pia veitti þingmönnum tilsögn í kurteisi og sagði þingmenn sem létu í ljós hug sinn hafa hegðað sér eins og óuppdregin börn. „Þannig upplifir Stórdaninn enn þá okkur Íslendinga: börn sem annað hvort eru hlýðin og búið að ala vel upp eða illa upp alin. Undirtextinn er þessi: það er enginn fullorðinn lengur að passa þessi frumnorrænu villibörn,“ skrifar Guðmundur Andri. Þegar Pia talaði um Íslendinga sem varðgæslumenn hins norræna anda fékk það allt aðra merkingu en ef einhver Preben eða Karen hefði sagt það. „Miklu ískyggilegra,“ skrifar Guðmundur og bætir við að allt sem Pia segir fái merkingu af fyrri orðum hennar og gerðum. „Hún fór yfir strikið og þar eru hún; kemst ekkert til baka þrátt fyrir vegtyllur; bara vegtyllurnar sem færast. Úr hennar munni fær allt „norrænt“ aðra merkingu en það myndi hafa hjá manneskju sem ekki hefði spúð svona miklu eitri yfir fólk fyrir það eitt að vera „ekki norrænt“. Þannig er það bara; þetta er manneskja sem komist hefur þangað sem hún situr með því að ögra og sundra og særa, reyna á mörk hins ásættanlega málflutnings, færa þau út; og segja það sem ekki má en margt fólk hugsar á sínum verri stundum. Þau sem skipulögðu þetta allt saman gerðu það í góðri trú en gleymdu því eða áttuðu sig ekki á því hver þessi manneskja er og fyrir hvað hún stendur. Vanmátu pólitíkina í þessu sem öðru,“ skrifar Guðmundur.Segist ekki hafa heyrt neitt jafn furðulegt á 34 ára ferli Pia er allt annað en sátt við þessi skrif Guðmundur og bendir á að hún hafi ekki verið fædd þegar Ísland tilheyrði danska ríkinu. Samt sem áður saki Guðmundur Andri hana um yfirgang í ætt við harða nýlendustefnu. Hún segir Guðmundur Andra gera sig sekan um að kenna núverandi kynslóð um syndir þeirra sem á undan komu og ala þannig á sundrungu. Hún segir nokkra þingmenn úr Pírötum, sem hún kallar stjórnleysingja, og einn þingmann Samfylkingarinnar, sem var Helga Vala Helgadóttir, hafa mótmælt persónu hennar. En nú hafi hins vegar Guðmundur Andri blandað sér í umræðuna og sett veru hennar á fullveldishátíðinni í sögulegt samhengi sem varðar samband Íslendinga og Dana. Hún segist hafa heyrt ýmislegt á sínum ferli í pólitík í Danmörku síðastliðin 34 ár en aldrei neitt jafn furðulegt og þegar Guðmundur Andri segir hana vera Stórdana sem líti niður á Íslendinga. Pia segist eiga erfitt með að tengja við hugsun Dana þegar þeir stjórnuðu Íslendingum því hún var ekki fædd á þeim tíma.Spyr hvort Íslendingar megi bara stæra sig af föðurlandsást? Hún telur þessi ummæli Guðmundur Andra lykta af minnimáttarkennd. Pia veltir fyrir sér hvort að Guðmundur Andri viti yfir höfuð hvað hann er að segja þegar hann segir Piu hafa skapað andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður. Hún segir mikla föðurlandsást ríkja á Íslandi og Íslendinga reyna hvað þeir geta að vernda tungumál sitt fyrir erlendum áhrifum. Það hafi Danir hins vegar ekki gert. Pia spyr hvers vegna Íslendingar megi einir stæra sig af föðurlandsást og hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? „Ég myndi ekki láta mig dreyma um að skipta mér af íslenskri pólitík,“ skrifar Pia. Hún segist þrátt fyrir allt sátt við Íslandsför sín og telur ekki að þeir þingmenn sem mótmæltu veru hennar á fullveldishátíðinni endurspegli hug íslensku þjóðarinnar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, sakar Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, um að ala á sundrungu. Þetta segir Pia í grein sem birt er á danska vefnum Information en um er að ræða svar hennar við grein Guðmundur Andra sem birt var á sama vef. Sú grein birtist fyrst á íslensku á vef Kjarnans. Í grein sinni segir Guðmundur Andri að Pia hefði ekki verið heppilegur fulltrúi dönsku þjóðarinnar á fullveldishátíðinni á Þingvöllum. Hann segir Piu hafa málað skrattann á vegginn árum saman í tali sínu um innflytjendur og ekki dregið af sér, síst af öllu hagað málflutningi sínum af kurteisi. „Með orðum sínum hefur hún átt ríkan þátt í því að skapa andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður,“ skrifar Guðmundur.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/EyþórTelur viðbrögð Piu athyglisverð Hann segir viðbrögð Piu við hófsömum mótmælum vegna veru hennar á fullveldishátíðinni hafa verið afar athyglisverð. Pia veitti þingmönnum tilsögn í kurteisi og sagði þingmenn sem létu í ljós hug sinn hafa hegðað sér eins og óuppdregin börn. „Þannig upplifir Stórdaninn enn þá okkur Íslendinga: börn sem annað hvort eru hlýðin og búið að ala vel upp eða illa upp alin. Undirtextinn er þessi: það er enginn fullorðinn lengur að passa þessi frumnorrænu villibörn,“ skrifar Guðmundur Andri. Þegar Pia talaði um Íslendinga sem varðgæslumenn hins norræna anda fékk það allt aðra merkingu en ef einhver Preben eða Karen hefði sagt það. „Miklu ískyggilegra,“ skrifar Guðmundur og bætir við að allt sem Pia segir fái merkingu af fyrri orðum hennar og gerðum. „Hún fór yfir strikið og þar eru hún; kemst ekkert til baka þrátt fyrir vegtyllur; bara vegtyllurnar sem færast. Úr hennar munni fær allt „norrænt“ aðra merkingu en það myndi hafa hjá manneskju sem ekki hefði spúð svona miklu eitri yfir fólk fyrir það eitt að vera „ekki norrænt“. Þannig er það bara; þetta er manneskja sem komist hefur þangað sem hún situr með því að ögra og sundra og særa, reyna á mörk hins ásættanlega málflutnings, færa þau út; og segja það sem ekki má en margt fólk hugsar á sínum verri stundum. Þau sem skipulögðu þetta allt saman gerðu það í góðri trú en gleymdu því eða áttuðu sig ekki á því hver þessi manneskja er og fyrir hvað hún stendur. Vanmátu pólitíkina í þessu sem öðru,“ skrifar Guðmundur.Segist ekki hafa heyrt neitt jafn furðulegt á 34 ára ferli Pia er allt annað en sátt við þessi skrif Guðmundur og bendir á að hún hafi ekki verið fædd þegar Ísland tilheyrði danska ríkinu. Samt sem áður saki Guðmundur Andri hana um yfirgang í ætt við harða nýlendustefnu. Hún segir Guðmundur Andra gera sig sekan um að kenna núverandi kynslóð um syndir þeirra sem á undan komu og ala þannig á sundrungu. Hún segir nokkra þingmenn úr Pírötum, sem hún kallar stjórnleysingja, og einn þingmann Samfylkingarinnar, sem var Helga Vala Helgadóttir, hafa mótmælt persónu hennar. En nú hafi hins vegar Guðmundur Andri blandað sér í umræðuna og sett veru hennar á fullveldishátíðinni í sögulegt samhengi sem varðar samband Íslendinga og Dana. Hún segist hafa heyrt ýmislegt á sínum ferli í pólitík í Danmörku síðastliðin 34 ár en aldrei neitt jafn furðulegt og þegar Guðmundur Andri segir hana vera Stórdana sem líti niður á Íslendinga. Pia segist eiga erfitt með að tengja við hugsun Dana þegar þeir stjórnuðu Íslendingum því hún var ekki fædd á þeim tíma.Spyr hvort Íslendingar megi bara stæra sig af föðurlandsást? Hún telur þessi ummæli Guðmundur Andra lykta af minnimáttarkennd. Pia veltir fyrir sér hvort að Guðmundur Andri viti yfir höfuð hvað hann er að segja þegar hann segir Piu hafa skapað andrúmsloft þar sem í lagi er talið að veitast að fólki úti á götu fyrir yfirbragð og útlit, ekki síst konum með slæður. Hún segir mikla föðurlandsást ríkja á Íslandi og Íslendinga reyna hvað þeir geta að vernda tungumál sitt fyrir erlendum áhrifum. Það hafi Danir hins vegar ekki gert. Pia spyr hvers vegna Íslendingar megi einir stæra sig af föðurlandsást og hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? „Ég myndi ekki láta mig dreyma um að skipta mér af íslenskri pólitík,“ skrifar Pia. Hún segist þrátt fyrir allt sátt við Íslandsför sín og telur ekki að þeir þingmenn sem mótmæltu veru hennar á fullveldishátíðinni endurspegli hug íslensku þjóðarinnar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira